Innlent

Meðal annars skotinn í höfuðið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Rauðagerði í gær.
Frá vettvangi í Rauðagerði í gær. Vísir/Vésteinn

Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið.

Hinn látni var frá Albaníu og bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á sínu öðru barni. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn í fjórgang hið minnsta og meðal annars í höfuðið. 

Hinn grunaði er einnig erlendur karlmaður. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Líkt og greint hefur verið frá barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning í fyrrinótt um slasaðan karlmann fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík. Hann var fluttur á Landspítala þar sem hann var úrskurðaður látinn. Skömmu síðar vr karlmaður á fertugsaldri handtekinn í Garðabæ vegna gruns um aðild að málinu.

Lögregla verst allra frétta af málinu en rannsóknin beinist einnig að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum og óttast er að málið muni draga dilk á eftir sér.


Tengdar fréttir

Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði

Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt

Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 

Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×