Innlent

Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lög­reglan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um rannsókn lögreglunnar á andláti manns frá Ölfusi sem átt sér stað í vikunni. 

Yfirlögregluþjónn segir að skýrari mynd sé að fást af atburðarrásinni en í gær voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Einnig fjöllum við um geymslu á flugeldum en við greindum á dögunum frá sérhannaðri flugeldageymslu björgunarsveitanna og nú er spurning hvernig aðrir innflytjendur skotelda geyma vörurnar. 

Að auki verður rætt við heilbrigðisráðherra sem segir brýnt að stytta bið fyrir börn til þess að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. 

Í íþróttapakka dagsins eru það nýir deildarmeistarar í Bónusdeild kvenna í körfubolta og þá eru leikir hjá körlunum í kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×