„Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 08:47 1.Vasi, Funi, Ragnar Kjartansson, 1957. 2.Kaffistell, Glit, Dieter Roth, 1960. 3.Kanna, Listvinahúsið, Guðmundur Einarson frá Miðdal, 1935. Vigfús Birgisson Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. „Brautryðjandinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, stofnaði Listvinahúsið 1927. Listvinahúsið var fyrsta leirmunaverkstæðið, sem starfrækt var á Íslandi og með stofnun þess var brotið blað í sögu listiðnaðar landsins. Á árunum 1946 til 1957 voru síðan stofnuð fimm leirmunaverkstæði í Reykjavík: Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit. Öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.“ Á sýningunni Deiglumór eru verk frá ofangreindum verkstæðum. Leitast er við að gefa innsýn í framleiðslu þeirra og draga fram sérstöðu hvers og eins. Þar voru hannaðir og framleiddir bæði einstakir módelgripir og fjöldaframleiddir skrautmunir. Meðal annars stórir vasar, einstök matarstell, styttur og minjagripir fyrir ferðamenn. Starfsfólk Funa fremri röð f.v.: Ásta Sigurðardóttir, ekki þekkt, Kristrún Gottliebsdóttir, Ásta Hannesardóttir, aftari röð: Hjálmar Kjartansson, Haukur Kristófersson, Ragnar Kjartansson, Páll Sigurbjörnsson og Björgvin Kristófersson.Ljósmyndari óþekktur „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni og leitast var við að leiða almenningi fyrir sjónir, að módelhlutir úr leir stæðu jafnfætis málverki eða skúlptúr. Hönnun og framleiðsla íslenskra leirmuna markaði upphaf íslensks listiðnaðar í nútímaskilningi þess orðs,“ segir um sýninguna. Sýningarstjórar eru Inga S. Ragnarsdóttir leirlistamaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur. Sýningin er unnin á grunni bókarinnar Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1970, sem kemur út á sama tíma. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir, en bókin byggir á rannsóknum Ingu á sögu íslenskrar leirlistar. Í henni er fjallað um aðdraganda, upphaf og þróun íslenskrar leirlistar frá um 1930 í máli og myndum, auk þess sem saga leirnýtingar á Íslandi er rakin. Hönnuður bókarinnar er Arnar Freyr Guðmundson hjá Studio Studio en Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson 1923 - 1988 gefur bókina út. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
„Brautryðjandinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, stofnaði Listvinahúsið 1927. Listvinahúsið var fyrsta leirmunaverkstæðið, sem starfrækt var á Íslandi og með stofnun þess var brotið blað í sögu listiðnaðar landsins. Á árunum 1946 til 1957 voru síðan stofnuð fimm leirmunaverkstæði í Reykjavík: Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit. Öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.“ Á sýningunni Deiglumór eru verk frá ofangreindum verkstæðum. Leitast er við að gefa innsýn í framleiðslu þeirra og draga fram sérstöðu hvers og eins. Þar voru hannaðir og framleiddir bæði einstakir módelgripir og fjöldaframleiddir skrautmunir. Meðal annars stórir vasar, einstök matarstell, styttur og minjagripir fyrir ferðamenn. Starfsfólk Funa fremri röð f.v.: Ásta Sigurðardóttir, ekki þekkt, Kristrún Gottliebsdóttir, Ásta Hannesardóttir, aftari röð: Hjálmar Kjartansson, Haukur Kristófersson, Ragnar Kjartansson, Páll Sigurbjörnsson og Björgvin Kristófersson.Ljósmyndari óþekktur „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni og leitast var við að leiða almenningi fyrir sjónir, að módelhlutir úr leir stæðu jafnfætis málverki eða skúlptúr. Hönnun og framleiðsla íslenskra leirmuna markaði upphaf íslensks listiðnaðar í nútímaskilningi þess orðs,“ segir um sýninguna. Sýningarstjórar eru Inga S. Ragnarsdóttir leirlistamaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur. Sýningin er unnin á grunni bókarinnar Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1970, sem kemur út á sama tíma. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir, en bókin byggir á rannsóknum Ingu á sögu íslenskrar leirlistar. Í henni er fjallað um aðdraganda, upphaf og þróun íslenskrar leirlistar frá um 1930 í máli og myndum, auk þess sem saga leirnýtingar á Íslandi er rakin. Hönnuður bókarinnar er Arnar Freyr Guðmundson hjá Studio Studio en Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson 1923 - 1988 gefur bókina út.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira