Sá sjötti sem kemur til greina í fimm manna stjórn Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 13:44 Steinn Logi hefur áratuga reynslu af fluggeiranum. Aðsend Steinn Logi Björnsson, sem starfaði um árabil hjá Icelandair, mun gefa kost á sér í stjórn Icelandair group. Hann er sá sjötti sem gefið hefur kost á sér til setu í fimm manna stjórn félagsins. Aðalfundur félagsins fer fram 12. mars. Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður. Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður.
Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira