Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2021 12:23 Ný kirkja og Sæmundarstofa verður byggð á Rangárvöllum. Oddafélagið fer fyrir verkefninu en Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra er formaðru Oddafélagsins. Aðsend Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira