Lögmenn Trumps saka Demókrata um hræsni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 23:21 Niðurstöðu er nú beðið í ákærunni á hendur Trumps vegna orða sem hann lét falla og Demókratar telja að hafi valdið árásinni á bandaríska þinghúsið. Getty/Pete Marovich Lögmenn Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem flytja mál hans fyrir öldungadeild Bandaríkjanna vegna ákæru um embættisbrot, segja Demókrata herja hatursherferð gegn fyrrverandi forsetanum. Þeir segja þá hafa snúið út úr orðum forsetans fyrrverandi sem hann lét falla fyrir árásina sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun árs. Í dag var fjórði dagur réttarhalda í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna ákærunnar og fluttu verjendur Trumps mál sitt í dag. Verjendur hans sögðu ákæruna vera af pólitískum toga og líktu henni við nornaveiðar. Þá sögðu þeir ákæruna síðasta útspil Demókrata í áralangri tilraun þeirra til að bola Trump úr forsetastóli. Verjendurnir reyndu einnig að gera lítið úr orðum forsetans og einblíndu einna helst á það þegar forsetinn sagði stuðningsmönnum sínum „að berjast“ í ræðu sem hann hélt áður en árásin var gerð á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þá spiluðu þeir fjölmargar klippur þar sem Demókratar, sumir þeirra öldungadeildarþingmenn sem nú sinna embætti dómenda í málinu, notuðu sömu orð og Trump gerði til þess að hvetja stuðningsmenn sína til þess að fara gegn Trump. „Þið gerðuð ekkert rangt með því að nota þessi orð,“ sagði David Schoen, lögmaður Trumps í dag. „En viljið þið vinsamlegast hætta þessari hræsni.“ Fréttastofa AP bendir á að lögmennirnir hafi ekki einu sinni minnst á að Trump hafi hvatt til þess að stuðningsmenn hans berðust gegn niðurstöðum lýðræðislegra kosninga eftir að hvert eitt og einasta ríki Bandaríkjanna hafði staðfest niðurstöðurnar, eftir að kjörmenn höfðu staðfest kosninganiðurstöðurnar og eftir að nærri hver ein og einasta málsókn sem Trump hafði höfðað vegna niðurstöðu kosninganna hafði verið vísað frá dómi. Málflutningi Demókrata og verjenda Trumps er nú lokið og er niðurstöðu beðið í málinu. Talið er að niðurstaða geti fengist á morgun hið fyrsta. Verjendur Trumps nýttu aðeins hluta þess málflutningstíma sem þeim var heimilaður, eða þrjá klukkutíma af þeim sextán sem þeim var úthlutað. Miklar líkur eru taldar að Trump verði sýknaður, en til þess að hann verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu öldungadeildaþingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði með því að sakfella hann. Demókratar hafa bent á að verjendur Trumps hafi ekki svarað helstu spurningum sem lagðar voru fram í málinu, það er hvort að orð Trumps hafi valdið árásinni á þinghúsið. Þess í stað hafi þeir einblínt á það að fá málflutningsmenn Demókrata til þess að fara í vörn í stað sóknar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í dag var fjórði dagur réttarhalda í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna ákærunnar og fluttu verjendur Trumps mál sitt í dag. Verjendur hans sögðu ákæruna vera af pólitískum toga og líktu henni við nornaveiðar. Þá sögðu þeir ákæruna síðasta útspil Demókrata í áralangri tilraun þeirra til að bola Trump úr forsetastóli. Verjendurnir reyndu einnig að gera lítið úr orðum forsetans og einblíndu einna helst á það þegar forsetinn sagði stuðningsmönnum sínum „að berjast“ í ræðu sem hann hélt áður en árásin var gerð á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þá spiluðu þeir fjölmargar klippur þar sem Demókratar, sumir þeirra öldungadeildarþingmenn sem nú sinna embætti dómenda í málinu, notuðu sömu orð og Trump gerði til þess að hvetja stuðningsmenn sína til þess að fara gegn Trump. „Þið gerðuð ekkert rangt með því að nota þessi orð,“ sagði David Schoen, lögmaður Trumps í dag. „En viljið þið vinsamlegast hætta þessari hræsni.“ Fréttastofa AP bendir á að lögmennirnir hafi ekki einu sinni minnst á að Trump hafi hvatt til þess að stuðningsmenn hans berðust gegn niðurstöðum lýðræðislegra kosninga eftir að hvert eitt og einasta ríki Bandaríkjanna hafði staðfest niðurstöðurnar, eftir að kjörmenn höfðu staðfest kosninganiðurstöðurnar og eftir að nærri hver ein og einasta málsókn sem Trump hafði höfðað vegna niðurstöðu kosninganna hafði verið vísað frá dómi. Málflutningi Demókrata og verjenda Trumps er nú lokið og er niðurstöðu beðið í málinu. Talið er að niðurstaða geti fengist á morgun hið fyrsta. Verjendur Trumps nýttu aðeins hluta þess málflutningstíma sem þeim var heimilaður, eða þrjá klukkutíma af þeim sextán sem þeim var úthlutað. Miklar líkur eru taldar að Trump verði sýknaður, en til þess að hann verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu öldungadeildaþingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði með því að sakfella hann. Demókratar hafa bent á að verjendur Trumps hafi ekki svarað helstu spurningum sem lagðar voru fram í málinu, það er hvort að orð Trumps hafi valdið árásinni á þinghúsið. Þess í stað hafi þeir einblínt á það að fá málflutningsmenn Demókrata til þess að fara í vörn í stað sóknar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24