Lögmenn Trumps saka Demókrata um hræsni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 23:21 Niðurstöðu er nú beðið í ákærunni á hendur Trumps vegna orða sem hann lét falla og Demókratar telja að hafi valdið árásinni á bandaríska þinghúsið. Getty/Pete Marovich Lögmenn Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem flytja mál hans fyrir öldungadeild Bandaríkjanna vegna ákæru um embættisbrot, segja Demókrata herja hatursherferð gegn fyrrverandi forsetanum. Þeir segja þá hafa snúið út úr orðum forsetans fyrrverandi sem hann lét falla fyrir árásina sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun árs. Í dag var fjórði dagur réttarhalda í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna ákærunnar og fluttu verjendur Trumps mál sitt í dag. Verjendur hans sögðu ákæruna vera af pólitískum toga og líktu henni við nornaveiðar. Þá sögðu þeir ákæruna síðasta útspil Demókrata í áralangri tilraun þeirra til að bola Trump úr forsetastóli. Verjendurnir reyndu einnig að gera lítið úr orðum forsetans og einblíndu einna helst á það þegar forsetinn sagði stuðningsmönnum sínum „að berjast“ í ræðu sem hann hélt áður en árásin var gerð á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þá spiluðu þeir fjölmargar klippur þar sem Demókratar, sumir þeirra öldungadeildarþingmenn sem nú sinna embætti dómenda í málinu, notuðu sömu orð og Trump gerði til þess að hvetja stuðningsmenn sína til þess að fara gegn Trump. „Þið gerðuð ekkert rangt með því að nota þessi orð,“ sagði David Schoen, lögmaður Trumps í dag. „En viljið þið vinsamlegast hætta þessari hræsni.“ Fréttastofa AP bendir á að lögmennirnir hafi ekki einu sinni minnst á að Trump hafi hvatt til þess að stuðningsmenn hans berðust gegn niðurstöðum lýðræðislegra kosninga eftir að hvert eitt og einasta ríki Bandaríkjanna hafði staðfest niðurstöðurnar, eftir að kjörmenn höfðu staðfest kosninganiðurstöðurnar og eftir að nærri hver ein og einasta málsókn sem Trump hafði höfðað vegna niðurstöðu kosninganna hafði verið vísað frá dómi. Málflutningi Demókrata og verjenda Trumps er nú lokið og er niðurstöðu beðið í málinu. Talið er að niðurstaða geti fengist á morgun hið fyrsta. Verjendur Trumps nýttu aðeins hluta þess málflutningstíma sem þeim var heimilaður, eða þrjá klukkutíma af þeim sextán sem þeim var úthlutað. Miklar líkur eru taldar að Trump verði sýknaður, en til þess að hann verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu öldungadeildaþingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði með því að sakfella hann. Demókratar hafa bent á að verjendur Trumps hafi ekki svarað helstu spurningum sem lagðar voru fram í málinu, það er hvort að orð Trumps hafi valdið árásinni á þinghúsið. Þess í stað hafi þeir einblínt á það að fá málflutningsmenn Demókrata til þess að fara í vörn í stað sóknar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Í dag var fjórði dagur réttarhalda í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna ákærunnar og fluttu verjendur Trumps mál sitt í dag. Verjendur hans sögðu ákæruna vera af pólitískum toga og líktu henni við nornaveiðar. Þá sögðu þeir ákæruna síðasta útspil Demókrata í áralangri tilraun þeirra til að bola Trump úr forsetastóli. Verjendurnir reyndu einnig að gera lítið úr orðum forsetans og einblíndu einna helst á það þegar forsetinn sagði stuðningsmönnum sínum „að berjast“ í ræðu sem hann hélt áður en árásin var gerð á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þá spiluðu þeir fjölmargar klippur þar sem Demókratar, sumir þeirra öldungadeildarþingmenn sem nú sinna embætti dómenda í málinu, notuðu sömu orð og Trump gerði til þess að hvetja stuðningsmenn sína til þess að fara gegn Trump. „Þið gerðuð ekkert rangt með því að nota þessi orð,“ sagði David Schoen, lögmaður Trumps í dag. „En viljið þið vinsamlegast hætta þessari hræsni.“ Fréttastofa AP bendir á að lögmennirnir hafi ekki einu sinni minnst á að Trump hafi hvatt til þess að stuðningsmenn hans berðust gegn niðurstöðum lýðræðislegra kosninga eftir að hvert eitt og einasta ríki Bandaríkjanna hafði staðfest niðurstöðurnar, eftir að kjörmenn höfðu staðfest kosninganiðurstöðurnar og eftir að nærri hver ein og einasta málsókn sem Trump hafði höfðað vegna niðurstöðu kosninganna hafði verið vísað frá dómi. Málflutningi Demókrata og verjenda Trumps er nú lokið og er niðurstöðu beðið í málinu. Talið er að niðurstaða geti fengist á morgun hið fyrsta. Verjendur Trumps nýttu aðeins hluta þess málflutningstíma sem þeim var heimilaður, eða þrjá klukkutíma af þeim sextán sem þeim var úthlutað. Miklar líkur eru taldar að Trump verði sýknaður, en til þess að hann verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu öldungadeildaþingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði með því að sakfella hann. Demókratar hafa bent á að verjendur Trumps hafi ekki svarað helstu spurningum sem lagðar voru fram í málinu, það er hvort að orð Trumps hafi valdið árásinni á þinghúsið. Þess í stað hafi þeir einblínt á það að fá málflutningsmenn Demókrata til þess að fara í vörn í stað sóknar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent