Eyddi meira en mínútu í að laga hárið áður en hann hitaði upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Isco hefur varla tekið þátt i þessu tímabili hjá Real Madrid og var líklega að senda Zinedine Zidane skilaboð. Getty/Jose Breton Real Madrid leikmaðurinn Isco náði að hneyksla marga þegar hann hitaði upp fyrir síðasta leik spænska stórliðsins. Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu. Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu.
Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira