Flokkurinn, sem gleymdi uppruna sínum og tilgangi og geltist Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. febrúar 2021 10:00 Í eina tíð var eitt helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Og, þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var framkvæmd og stóðst. Þingmenn voru með margvíslegan bakgrunn; komu úr ólíkum starfsgreinum, höfðu ólíka menntun og feril að baki. Flokkurinn hafði oft um 40% fylgi. Þjóðarflokkur. En, það er af, sem áður var. Vorið 2018 skrifaði ég grein í Morgunblaðið með fyrirsögninni „Hvað varð um Sjálfstæðisflokkinn okkar?“ Tilefnið var, að ég hafði verið í burtu í tæpa þrjá áratugi og þekkti flokkinn varla aftur, þegar ég kom til baka, enda fylgið komið niður í 20-25%. Þegar ég fór utan og settist að í Þýzkalandi, vann Sjálfstæðis-flokkurinn með svipaðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Þetta voru nánast eins og systurflokkar. Báðir þá með um 40% fylgi. Þegar ég kom til baka, síðla árs 2016, sýndist mér Sjálfstæðis-flokkurinn mikið vera kominn inn á svið AfD, sem var og er þýzkur hægri þjóðernis- og afturhaldsflokkur, sem hafði klofið sig út úr Kristilegum demókrötum. Í stað þess að elta þá eða reyna að halda þeim innan Kristilegra demókrata, færði Angela Merkel flokkinn meira inn á miðjuna, fylgdi fólkinu og þörfum þess, fór aðeins til vinstri, inn á svið aukinnar umhverfisbaráttu - baráttu fyrir jörðinni - og beitti sér fyrir því, að kjarnorkuverum yrði lokað, sem hafði verið mikið baráttumál vinstri manna. Þannig sýndi Merkel í verki, að Kristilegir demókratar væru lifandi afl, sem brást við og breytti sér skv. þróun mála og vilja og þörfum manna. Enda héldu Kristilegir demókratar þjóðarfylgi í Þýzkalandi og gera það enn; fylgi nú 38-40%. Hér er það helzt Viðreisn, sem er að þróast í svipaða átt, þó að þar sé enn margt ógert, einkum í jarðar- og umhverfismálum. Bezta dæmið um einangrunar- og afdalahyggju Sjálfstæðis-manna er, að flokkurinn er á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku Evrunnar. Hvað var orðið um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn forystu flokksins, sem þó var skipuð ungu og, að sjá, álitlegu og hæfileikaríku fólki? Skildi það ekki, að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar, nema sameinuð, elfd og samstillt? Árið 2100 verða Evrópubúar ekki nema um 4% af jarðarbúum. Skildi það ekki, að velferð, menning og öryggi barnanna okkar og barna þeirra er í húfi? Skildi það ekki, að við erum nú þegar komin 80% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen, og erum búin að undirgangast að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB, án þess þó, að hafa nokkra aðkomu að gerð og setningu þeirra? Skildi það ekki, að með því, að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eiginn kommissar (ráðherra) hjá ESB, eins og allar aðrar aðildarþjóðir - hver þeirra hefur aðeins einn - 6 þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lögum og öllum meiriháttar ákvörðunum sambandsins, eins og öll hin aðildarlöndin, og gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Skildi það ekki, að með fullri aðild fengjum við aðgang að fríverzlun við Japan, Suður Kóreu og Kanada; mörkuðum með um 220 milljónum vel efnaðra neytenda!? Þetta fólk skildi greinilega ekki nýja merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson, eldri, skilgreindi svo vel, m.a. með þessum orðum í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins, sem í því býr“. Það er raunalegt, að sá forustumaður, sem leiddi flokkinn fyrir meira en hálfri öld, skuli hafa séð og skilið okkar tíma betur, en núverandi forusta. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því, að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stigum sjálfstæðis - til orðs, æðis og áhrifa - en það næst aðeins með mikilli samvinnu, samskiptum og viðskiptum við önnur ríki, en ekki á grundvelli einangrunar hugmynda og afdalahyggju. Það er líka raunalegt, nánast hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið, hvíkt ólánstól íslenzka krónan hefur verið og er. Fyrir hundrað árum hafði íslenzka krónan og sú danska sama verðgildi; ein íslenzk króna hafði sama verðgildi og ein dönsk. Nú, er verðgildi íslenzku krónunnar 5 danskir aurar, og, ef við hugsum til þess, að í byrjun níunda áratugsins voru tvö núll sniðin af krónunni, þá er raunstaðan sú í dag, að verðgildi íslenzku krónunnar er komið niður í einn-tuttugasta úr einum dönskum eyri. Þessi hrikalega þróun og botnlaust hrap íslenzku krónunnar hefur svo leitt til þess, að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt, að íbúðarkaupendur hér hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum, með vöxtum, á sama tíma og nágrannarnir, með stöðuga og traustan galdmiðil, Evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð, nema 1,5 sinnum. Auðvitað gildir sama saga um það fjármagn, sem atvinnufyrirtæki landins þurfa í sinn rekstur og lántökur einstaklinga og fjölskyldna fyrir öðrum þörfum; menn hafa þurft að standa undir margfalt meiri og þyngri byrði við skil og uppgjör sinna skulda, en íbúar Evru-nágrannalanda. Enn eitt svið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega sofið á verðinum, er dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Vernd jarðarinnar. Það er með ólíkindum, að það unga fólk, sem leiðir flokkinn, skuli vera blint fyrir því, að vernd jarðar – lofts, láðs og lagar – er langstærsta mál okkar tíma. Sumir eru ungir að árum, en aldnir og „geldir“ í anda. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í eina tíð var eitt helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Og, þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var framkvæmd og stóðst. Þingmenn voru með margvíslegan bakgrunn; komu úr ólíkum starfsgreinum, höfðu ólíka menntun og feril að baki. Flokkurinn hafði oft um 40% fylgi. Þjóðarflokkur. En, það er af, sem áður var. Vorið 2018 skrifaði ég grein í Morgunblaðið með fyrirsögninni „Hvað varð um Sjálfstæðisflokkinn okkar?“ Tilefnið var, að ég hafði verið í burtu í tæpa þrjá áratugi og þekkti flokkinn varla aftur, þegar ég kom til baka, enda fylgið komið niður í 20-25%. Þegar ég fór utan og settist að í Þýzkalandi, vann Sjálfstæðis-flokkurinn með svipaðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Þetta voru nánast eins og systurflokkar. Báðir þá með um 40% fylgi. Þegar ég kom til baka, síðla árs 2016, sýndist mér Sjálfstæðis-flokkurinn mikið vera kominn inn á svið AfD, sem var og er þýzkur hægri þjóðernis- og afturhaldsflokkur, sem hafði klofið sig út úr Kristilegum demókrötum. Í stað þess að elta þá eða reyna að halda þeim innan Kristilegra demókrata, færði Angela Merkel flokkinn meira inn á miðjuna, fylgdi fólkinu og þörfum þess, fór aðeins til vinstri, inn á svið aukinnar umhverfisbaráttu - baráttu fyrir jörðinni - og beitti sér fyrir því, að kjarnorkuverum yrði lokað, sem hafði verið mikið baráttumál vinstri manna. Þannig sýndi Merkel í verki, að Kristilegir demókratar væru lifandi afl, sem brást við og breytti sér skv. þróun mála og vilja og þörfum manna. Enda héldu Kristilegir demókratar þjóðarfylgi í Þýzkalandi og gera það enn; fylgi nú 38-40%. Hér er það helzt Viðreisn, sem er að þróast í svipaða átt, þó að þar sé enn margt ógert, einkum í jarðar- og umhverfismálum. Bezta dæmið um einangrunar- og afdalahyggju Sjálfstæðis-manna er, að flokkurinn er á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku Evrunnar. Hvað var orðið um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn forystu flokksins, sem þó var skipuð ungu og, að sjá, álitlegu og hæfileikaríku fólki? Skildi það ekki, að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar, nema sameinuð, elfd og samstillt? Árið 2100 verða Evrópubúar ekki nema um 4% af jarðarbúum. Skildi það ekki, að velferð, menning og öryggi barnanna okkar og barna þeirra er í húfi? Skildi það ekki, að við erum nú þegar komin 80% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen, og erum búin að undirgangast að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB, án þess þó, að hafa nokkra aðkomu að gerð og setningu þeirra? Skildi það ekki, að með því, að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eiginn kommissar (ráðherra) hjá ESB, eins og allar aðrar aðildarþjóðir - hver þeirra hefur aðeins einn - 6 þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lögum og öllum meiriháttar ákvörðunum sambandsins, eins og öll hin aðildarlöndin, og gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Skildi það ekki, að með fullri aðild fengjum við aðgang að fríverzlun við Japan, Suður Kóreu og Kanada; mörkuðum með um 220 milljónum vel efnaðra neytenda!? Þetta fólk skildi greinilega ekki nýja merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson, eldri, skilgreindi svo vel, m.a. með þessum orðum í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins, sem í því býr“. Það er raunalegt, að sá forustumaður, sem leiddi flokkinn fyrir meira en hálfri öld, skuli hafa séð og skilið okkar tíma betur, en núverandi forusta. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því, að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stigum sjálfstæðis - til orðs, æðis og áhrifa - en það næst aðeins með mikilli samvinnu, samskiptum og viðskiptum við önnur ríki, en ekki á grundvelli einangrunar hugmynda og afdalahyggju. Það er líka raunalegt, nánast hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið, hvíkt ólánstól íslenzka krónan hefur verið og er. Fyrir hundrað árum hafði íslenzka krónan og sú danska sama verðgildi; ein íslenzk króna hafði sama verðgildi og ein dönsk. Nú, er verðgildi íslenzku krónunnar 5 danskir aurar, og, ef við hugsum til þess, að í byrjun níunda áratugsins voru tvö núll sniðin af krónunni, þá er raunstaðan sú í dag, að verðgildi íslenzku krónunnar er komið niður í einn-tuttugasta úr einum dönskum eyri. Þessi hrikalega þróun og botnlaust hrap íslenzku krónunnar hefur svo leitt til þess, að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt, að íbúðarkaupendur hér hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum, með vöxtum, á sama tíma og nágrannarnir, með stöðuga og traustan galdmiðil, Evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð, nema 1,5 sinnum. Auðvitað gildir sama saga um það fjármagn, sem atvinnufyrirtæki landins þurfa í sinn rekstur og lántökur einstaklinga og fjölskyldna fyrir öðrum þörfum; menn hafa þurft að standa undir margfalt meiri og þyngri byrði við skil og uppgjör sinna skulda, en íbúar Evru-nágrannalanda. Enn eitt svið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega sofið á verðinum, er dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Vernd jarðarinnar. Það er með ólíkindum, að það unga fólk, sem leiðir flokkinn, skuli vera blint fyrir því, að vernd jarðar – lofts, láðs og lagar – er langstærsta mál okkar tíma. Sumir eru ungir að árum, en aldnir og „geldir“ í anda. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun