Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin Páll Gústavsson er nýkominn heim eftir að hafa verið með landsliðinu á HM í Egyptalandi. Hann mun spila með Haukum fram á sumar en söðla svo um. vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
„Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira