Innlent

Leitað á K2 í morgun en ekkert sést til John Snorra og félaga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lagt var af stað í leitina fyrir um fjórum tímum síðan en skyggni á fjallinu er lélegt.
Lagt var af stað í leitina fyrir um fjórum tímum síðan en skyggni á fjallinu er lélegt. Facebook/Chhang Dawa

Tvær herþyrlur lögðu af stað til leitar á K2 fyrir um fjórum tímum en hafa nú snúið aftur. Engin ummerki fundust um John Snorra Sigurjónsson, Ali Sadpara og JP Mohr, sem hefur nú verið saknað í um þrjá sólahringa.

Frá þessu greinir Chhang Dawa Sherpa á Facebook-síðu sinni en hann fór með í leitina.

Að sögn Dawa var leitað á líklegum stöðum, í allt að 7.000 metra hæð, en skyggni var lítið og fjallstoppurinn hulinn skýjum.

Leitarteymið bíður þess nú að veðuraðstæður breytist og verður þá lagt í aðra leit.

Samskiptamiðlaaðgangar John Snorra og Ali Sadpara hafa ekki verið uppfærðir síðan á laugardag en sonur Sadpara sagðist á blaðamannafundi í gær vera orðinn vonlítill.


Tengdar fréttir

„Vonin hefur dvínað“

Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×