Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 16:12 Alexei Navalní að hlusta á dómsuppkvaðninguna í gær. EPA/Dómstóll Moskvu Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. Eftirlitsaðilar og mannréttindasamtök áætla að fleiri en tíu þúsund Rússar hafi verið handteknir við mótmæli vegna handtöku og fangelsunar Navalnís. Við dómsuppkvaðninguna sagði Navalní að ásakanirnar gegn honum væru tilbúningur og til komnar vegna ótta og haturs Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnvart sér. Navalní hefur einnig sakað Pútín um að hafa látið eitra fyrir sér síðasta sumar, sem leiddi til þess að hann var fluttur í dái til Þýskalands. Hann var í gær dæmdur fyrir að brjóta gegn skilorði með því að fara til Þýskalands. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það mál gegn Navalní hafi verið ólögmætt og gerræðislegt. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Navalny, moments before he is sentenced to 3.5 years in prison, draws a heart (for his wife Yulia) on the glass separating him from the rest of the courtroom. pic.twitter.com/NSrtBnDSFL— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 2, 2021 Í frétt Moscow Times þar sem farið er yfir atburðarás gærdagsins segir að þúsundir lögregluþjóna hafi verið sendir til að stöðva mótmæli eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þrátt fyrir það og að lestarstöðvum og götum hafi verið lokað fóru einhver mótmæli fram og víðast hvar mættu óreiðabúnir lögregluþjónar mótmælendum af mikilli hörku. Sjá einnig: Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti aðgerðum lögreglu sem hörðum en réttlætanlegum. Really grim, Belarus-esque scenes in Moscow tonight. Protesters put up their hands to show they were peaceful, and riot police started beating them viciously. Really sadist stuff.video via @tvrain and the fearless @mborzunova pic.twitter.com/eVhMgRY5ng— max seddon (@maxseddon) February 2, 2021 Rannsakandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi segir í samtali við Moscow Times að það sé ekki rétt metið hjá Peskov. Viðbrögð lögreglu hafi engan veginn verið í takt við hegðun mótmælenda. Svo margir hafa verið handteknir að undanförnu að fangaklefar í Moskvu hafa fyllst og yfirvöld hafa ferjað fólk í rútum í bæi nærri höfuðborginni þar sem þau hafa verið færð fyrir dómara. Eins og áður segier hafa yfirvöld í vesturlöndum fordæmt dóm Navalnís og þá hörku sem yfirvöld hafa beitt gegn mótmælendum í Rússlandi. Þeirra á meðal er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði í dag því alfarið að gagnrýni þessi væri réttmæt og sagði hana hrokafulla og óviðeigandi. Þá sagði ráðherrann að Rússar myndu ekki bregðast við svona „móðursýki“. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Eftirlitsaðilar og mannréttindasamtök áætla að fleiri en tíu þúsund Rússar hafi verið handteknir við mótmæli vegna handtöku og fangelsunar Navalnís. Við dómsuppkvaðninguna sagði Navalní að ásakanirnar gegn honum væru tilbúningur og til komnar vegna ótta og haturs Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnvart sér. Navalní hefur einnig sakað Pútín um að hafa látið eitra fyrir sér síðasta sumar, sem leiddi til þess að hann var fluttur í dái til Þýskalands. Hann var í gær dæmdur fyrir að brjóta gegn skilorði með því að fara til Þýskalands. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það mál gegn Navalní hafi verið ólögmætt og gerræðislegt. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Navalny, moments before he is sentenced to 3.5 years in prison, draws a heart (for his wife Yulia) on the glass separating him from the rest of the courtroom. pic.twitter.com/NSrtBnDSFL— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 2, 2021 Í frétt Moscow Times þar sem farið er yfir atburðarás gærdagsins segir að þúsundir lögregluþjóna hafi verið sendir til að stöðva mótmæli eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þrátt fyrir það og að lestarstöðvum og götum hafi verið lokað fóru einhver mótmæli fram og víðast hvar mættu óreiðabúnir lögregluþjónar mótmælendum af mikilli hörku. Sjá einnig: Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti aðgerðum lögreglu sem hörðum en réttlætanlegum. Really grim, Belarus-esque scenes in Moscow tonight. Protesters put up their hands to show they were peaceful, and riot police started beating them viciously. Really sadist stuff.video via @tvrain and the fearless @mborzunova pic.twitter.com/eVhMgRY5ng— max seddon (@maxseddon) February 2, 2021 Rannsakandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi segir í samtali við Moscow Times að það sé ekki rétt metið hjá Peskov. Viðbrögð lögreglu hafi engan veginn verið í takt við hegðun mótmælenda. Svo margir hafa verið handteknir að undanförnu að fangaklefar í Moskvu hafa fyllst og yfirvöld hafa ferjað fólk í rútum í bæi nærri höfuðborginni þar sem þau hafa verið færð fyrir dómara. Eins og áður segier hafa yfirvöld í vesturlöndum fordæmt dóm Navalnís og þá hörku sem yfirvöld hafa beitt gegn mótmælendum í Rússlandi. Þeirra á meðal er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði í dag því alfarið að gagnrýni þessi væri réttmæt og sagði hana hrokafulla og óviðeigandi. Þá sagði ráðherrann að Rússar myndu ekki bregðast við svona „móðursýki“.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55
Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32