Vill að Barcelona reki þann sem lak upplýsingum um samning Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2021 13:30 Ronald Koeman stendur þétt við bakið á Lionel Messi. getty/David Ramos Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, vill að félagið reki þann eða þá sem láku upplýsingum um samning Lionels Messi til fjölmiðla. Í gær birti spænska dagblaðið El Mundo nákvæmar upplýsingar um samning Messis sem hann skrifaði undir 2017. Þar segir að samningurinn sé sá stærsti sem nokkur íþróttamaður hafi nokkurn tímann fengið og eigi stóran þátt í fjárhagsvandræðum Barcelona. Lekinn truflaði Messi lítið í gær en hann skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigri á Athletic Bilbao með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 650. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Koeman var hins vegar mjög pirraður eftir leik og tók til varna fyrir Messi. „Hann hefur sannað gildi sitt fyrir félagið ár eftir ár og hjálpað því að vinna marga mikilvæga titla. Sá sem birti þessar upplýsingar hafði illt í hyggju og vildi skaða Barcelona. Við verðum að standa saman og vera einbeittir og gleyma þessu,“ sagði Koeman. „Ef þetta var einhver frá félaginu getur sá hinn sami ekki lengur unnið þar.“ Barcelona hafnaði því að upplýsingarnar um samning Messis hefðu komið frá félaginu sjálfu og hótuðu að fara í mál við El Mundo. Messi óskaði eftir því að verða seldur frá Barcelona í sumar en ekkert varð af því. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá því. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52 Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Í gær birti spænska dagblaðið El Mundo nákvæmar upplýsingar um samning Messis sem hann skrifaði undir 2017. Þar segir að samningurinn sé sá stærsti sem nokkur íþróttamaður hafi nokkurn tímann fengið og eigi stóran þátt í fjárhagsvandræðum Barcelona. Lekinn truflaði Messi lítið í gær en hann skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigri á Athletic Bilbao með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 650. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Koeman var hins vegar mjög pirraður eftir leik og tók til varna fyrir Messi. „Hann hefur sannað gildi sitt fyrir félagið ár eftir ár og hjálpað því að vinna marga mikilvæga titla. Sá sem birti þessar upplýsingar hafði illt í hyggju og vildi skaða Barcelona. Við verðum að standa saman og vera einbeittir og gleyma þessu,“ sagði Koeman. „Ef þetta var einhver frá félaginu getur sá hinn sami ekki lengur unnið þar.“ Barcelona hafnaði því að upplýsingarnar um samning Messis hefðu komið frá félaginu sjálfu og hótuðu að fara í mál við El Mundo. Messi óskaði eftir því að verða seldur frá Barcelona í sumar en ekkert varð af því. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá því. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52 Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52
Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30