Viðskipti innlent

Endur­ráðinn níu mánuðum eftir að hann hætti af per­sónu­legum á­stæðum

Eiður Þór Árnason skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Vísir/vilhelm

Guð­mundur Kristjáns­son hefur verið endur­ráðinn sem for­stjóri sjávar­út­vegs­fyrir­tækisins Brims en hann lét af störfum sem for­stjóri í lok apríl á síðasta ári.

Þá kom fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar að Guðmundur hafi tekið ákvörðunina af persónulegum ástæðum. Kristján Þ. Davíðsson, stjórn­ar­formaður Brims, tók í kjölfarið tímabundið við verk­efn­um og skyld­um for­stjóra þangað til að nýr for­stjóri yrði ráðinn.

Í frétt á vef fyrirtækisins er haft eftir Guðmundi að það sé ánægjulegt að vera kominn aftur til starfa, hann hafi nýtt tímann vel og komi fullur krafts og tilhlökkunar til starfa.

Við höfum séð að þegar aðstæður í efnahagslífinu verða erfiðar, eins og síðustu misseri, að sjávarútvegur er burðarstólpi í íslensku samfélagi og við hjá Brim munum leggja okkar af mörkum til þess að svo verði áfram,“ er þar haft eftir Guðmundi.

Kristján segir að stjórn félagsins sé ánægð með að fá Guðmund aftur til starfa þar sem hann búi yfir gríðarlegri reynslu af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.

Um 800 manns starfa hjá Brim við hin ýmsu störf en félagið bar áður heitið HB Grandi. Guðmundur er eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur sem fer með 34% hlut í Brimi en félagið er stærsti hluthafi fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×