Facebook og Google eru blóðsugur Ólafur Hauksson skrifar 28. janúar 2021 12:00 Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Samfélagsmiðlar Facebook Google Fjölmiðlar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun