Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 19:01 Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. vísir/Sigurjón Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.” Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.”
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira