Viðskipti erlent

Boeing 737 Max fá græna ljósið í Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Boeing 737 MAX vél hefur sig til lofts.
Boeing 737 MAX vél hefur sig til lofts. Getty/Stephen Brashear

Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið um loftin blá í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum lokið í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið.

Flugvélin hefur þegar fengið leyfi til flugs í Bandaríkjunum og Brasilíu. Yfirmaður í verksmiðju Boeing í Seattle í Bandaríkjunum tjáði BBC í vikunni að leyfið hefði verið veitt of snemma.

Öryggisstofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu halda því þó fram fullum fetum að skoðun þeirra á flugvélunum hafi verið nákvæmar og enginn efi um að 737 Max vélarnar séu nú öruggar.

„Við erum sannfærð um að vélarnar séu öruggar sem er auðvitað forsenda þess að leyfi sé veitt,“ segir Patrick Ky, framkvæmdastjóri hjá Flugöryggisstofnun Evrópu, við BBC

Áfram verði þó grannt fylgt með vélunum nú þegar þær fara í notkun á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Boeing greiðir 2,5 milljarða dala fyrir að leyna upplýsingum um 737 Max slysin

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að greiða 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 316 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa leynt upplýsingum um Boeing 737 Max vélarnar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Framleiðandinn gerir það í stað þess að hætta á að málið fari fyrir dómstóla.

Icelandair selur tvær Boeing 737 MAX 9 og semur um leigu

Icelandair skrifaði í dag undir samning um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX 9 flugvélum við Sky Aero Management (SKY Leasing). Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til fjölmiðla en flugfélagið hefur sent tilkynnt um viðskiptin til Kauphallar.

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×