Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 10:50 Síðasta hjólastellinu ýtt frá skrokknum. Egill Aðalsteinsson Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. Hún hét Surtsey, hefði orðið þrítug í vor og var þriðja 757 þotan sem Icelandair keypti nýja beint frá Boeing. En það er komið að leiðarlokum. Í gömlu flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvell er verið að búta hana niður, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hérlendis. Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Það er ánægjulegt í þessu ástandi sem er í dag að fá tækifæri sem þetta til þess að geta haldið fólki í vinnu. Það eru alveg tíu til ellefu flugvirkjar sem hafa haft vinnu við þetta í einn og hálfan mánuð,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Í dag luku flugvirkjar félagsins við að ná síðasta hjólastellinu undan. Að sögn Harðar snýst verkefnið að stórum hluta um að bjarga verðmætum. „Það eru hátt í tvöþúsund íhlutir sem við erum að taka úr þessari vél,“ segir Hörður. Þeir nýtist áfram með mismunandi hætti. Sumir komi alveg heilir, séu þá vottaðir og fari inn á varahlutalager. Aðrir fari beint í viðhald á viðkomandi verkstæði. Hjólastellin úr þessari tilteknu vél nýtast þó ekki áfram þar sem líftíma þeirra er lokið. Hreyflarnir eru verðmætastir þess sem fer í endurnotkun og eru þegar komnir inn í viðhaldsstöð Icelandair. Þá segir Hörður mikil verðmæti felast í mörgum tölvukössum sem nýlega hafi verið settir í flugvélina. Lokaferlið er framundan, að setja flugvélaskrokkinn í málmpressuna. „Ál er verðmætur málmur og við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð og koma því rétta leið í endurvinnslu,“ segir tæknistjórinn. Þotan Surtsey í gamla Varnarliðsskýlinu á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þó sleppur framhlutinn með flugstjórnarklefanum. „Við erum búnir að lofa honum á flugsafnið á Akureyri þar sem þetta þykir áhugaverð og skemmtileg flugvél til að geyma. Restin fer í endurvinnslu.“ Sem helsti burðarklár Icelandair undanfarna þrjá áratugi hafa Boeing 757 þoturnar þegar skapað sér stóran sess í flugsögu Íslands. Þetta er sú flugvélartegund sem án nokkurs vafa hefur flutt flesta Íslendinga og raunar fleiri ferðamenn til og frá landinu en nokkurt annað farartæki. Flugvélin Surtsey, TF-FIJ, rann út úr Boeing-verksmiðjunum í maí árið 1991. Icelandair leigði hana fyrstu tvö árin til Britannia Airways en þar hét hún David Livingstone. Frá árinu 1993 var hún í þjónustu Icelandair og náði alls um 114 þúsund flugstundum á lofti. Sérfróðir menn telja að hún gæti hafa átt metið yfir flognar stundir á þessari flugvélartegund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Umhverfismál Keflavíkurflugvöllur Surtsey Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Hún hét Surtsey, hefði orðið þrítug í vor og var þriðja 757 þotan sem Icelandair keypti nýja beint frá Boeing. En það er komið að leiðarlokum. Í gömlu flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvell er verið að búta hana niður, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hérlendis. Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Það er ánægjulegt í þessu ástandi sem er í dag að fá tækifæri sem þetta til þess að geta haldið fólki í vinnu. Það eru alveg tíu til ellefu flugvirkjar sem hafa haft vinnu við þetta í einn og hálfan mánuð,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Í dag luku flugvirkjar félagsins við að ná síðasta hjólastellinu undan. Að sögn Harðar snýst verkefnið að stórum hluta um að bjarga verðmætum. „Það eru hátt í tvöþúsund íhlutir sem við erum að taka úr þessari vél,“ segir Hörður. Þeir nýtist áfram með mismunandi hætti. Sumir komi alveg heilir, séu þá vottaðir og fari inn á varahlutalager. Aðrir fari beint í viðhald á viðkomandi verkstæði. Hjólastellin úr þessari tilteknu vél nýtast þó ekki áfram þar sem líftíma þeirra er lokið. Hreyflarnir eru verðmætastir þess sem fer í endurnotkun og eru þegar komnir inn í viðhaldsstöð Icelandair. Þá segir Hörður mikil verðmæti felast í mörgum tölvukössum sem nýlega hafi verið settir í flugvélina. Lokaferlið er framundan, að setja flugvélaskrokkinn í málmpressuna. „Ál er verðmætur málmur og við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð og koma því rétta leið í endurvinnslu,“ segir tæknistjórinn. Þotan Surtsey í gamla Varnarliðsskýlinu á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þó sleppur framhlutinn með flugstjórnarklefanum. „Við erum búnir að lofa honum á flugsafnið á Akureyri þar sem þetta þykir áhugaverð og skemmtileg flugvél til að geyma. Restin fer í endurvinnslu.“ Sem helsti burðarklár Icelandair undanfarna þrjá áratugi hafa Boeing 757 þoturnar þegar skapað sér stóran sess í flugsögu Íslands. Þetta er sú flugvélartegund sem án nokkurs vafa hefur flutt flesta Íslendinga og raunar fleiri ferðamenn til og frá landinu en nokkurt annað farartæki. Flugvélin Surtsey, TF-FIJ, rann út úr Boeing-verksmiðjunum í maí árið 1991. Icelandair leigði hana fyrstu tvö árin til Britannia Airways en þar hét hún David Livingstone. Frá árinu 1993 var hún í þjónustu Icelandair og náði alls um 114 þúsund flugstundum á lofti. Sérfróðir menn telja að hún gæti hafa átt metið yfir flognar stundir á þessari flugvélartegund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Umhverfismál Keflavíkurflugvöllur Surtsey Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36