KSÍ staðfestir Davíð Snorra sem nýjan þjálfara U21 landslið Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2021 19:00 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu saman íslenska A-landsliðinu í leik gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Nú er Arnar Þór tekinn við A-landsliði Íslands og Davíð Snorri tekinn við U21 árs landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnusamband Íslands staðfesti nú rétt í þessu að Davíð Snorri Jónasson væri nýr þjálfari U21 landsliðs Íslands. Hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni sem tók við A-landsliði Íslands nýverið. Orðrómar þess efnis hafa verið háværir undanfarið en nú hefur verið staðfest að Davíð muni stýra liðinu á næstu misserum. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Á vefsíðu KSÍ segir að tilkynnt verði um aðstoðarþjálfara liðsins fljótlega. KSÍ hefur ráðið Davíð Snorra Jónasson sem nýjan þjálfara U21 landsliðs karla og hefur hann þegar hafið störf. Fyrstu leikir U21 landsliðs karla undir stjórn Davíðs Snorra verða leikir í úrslitakeppni EM 2021 í lok mars. https://t.co/mXgDnLDUgI— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2021 „Davíð Snorri hefur þjálfað U17 landslið karla með góðum árangri síðan í byrjun árs 2018 og fór með liðið alla leið í lokakeppni EM 2019. Hann þjálfaði Leikni R. ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015 og komu þeir liðinu í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu þess árið 2015,“ segir í tilkynningu KSÍ. „Ég er ánægður og stoltur yfir því að KSÍ hafi leitað til mín til að þjálfa U21 árs lið Íslands. Verkefnið núna er tvíþætt. Annars vegar að vera klárir fyrir lokakeppnina og einnig byrja undirbúning fyrir næstu undankeppni, sem byrjar í haust,“ sagði Davíð Snorri um ráðninguna. „Þetta er frábært verkefni og það er skemmtileg vinna framundan sem ég hlakka til að takast á við. Það er mikil eftirvænting hjá öllum sem koma að liðinu að fara í keppnina. Þetta er stórt svið sem öllum langar að sýna sitt besta á og ná árangri.“ „Liðið hefur sýnt góðar frammistöður og sterkt hugarfar sem hefur skilað því inn í lokakeppnina. Við munum halda áfram að tryggja faglegt umhverfi og vera bestir í að undirbúa okkur svo allir njóti sín þegar í leikinn er komið,“ sagði nýr þjálfari U21 árs landslið Íslands að lokum í tilkynningu KSÍ. Eitt af hans fyrstu verkefnum er eins og áður sagði lokakeppni Evrópumótsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Þar er Ísland í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi. Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Davíð Snorra stýra U21-liðinu á EM: „Mun gera þetta frábærlega“ Davíð Snorri Jónasson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta á öðru lokamótinu í sögu þess í lok mars, ef allt gengur að óskum. 20. janúar 2021 14:11 Davíð Snorri segir það mikla reynslu að hafa fengið að stýra landsliðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 karlalandsliðs Íslands í fótbolta, fékk óvænt tækifæri til að stýra A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA þegar Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. 18. október 2020 14:05 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Orðrómar þess efnis hafa verið háværir undanfarið en nú hefur verið staðfest að Davíð muni stýra liðinu á næstu misserum. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Á vefsíðu KSÍ segir að tilkynnt verði um aðstoðarþjálfara liðsins fljótlega. KSÍ hefur ráðið Davíð Snorra Jónasson sem nýjan þjálfara U21 landsliðs karla og hefur hann þegar hafið störf. Fyrstu leikir U21 landsliðs karla undir stjórn Davíðs Snorra verða leikir í úrslitakeppni EM 2021 í lok mars. https://t.co/mXgDnLDUgI— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2021 „Davíð Snorri hefur þjálfað U17 landslið karla með góðum árangri síðan í byrjun árs 2018 og fór með liðið alla leið í lokakeppni EM 2019. Hann þjálfaði Leikni R. ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015 og komu þeir liðinu í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu þess árið 2015,“ segir í tilkynningu KSÍ. „Ég er ánægður og stoltur yfir því að KSÍ hafi leitað til mín til að þjálfa U21 árs lið Íslands. Verkefnið núna er tvíþætt. Annars vegar að vera klárir fyrir lokakeppnina og einnig byrja undirbúning fyrir næstu undankeppni, sem byrjar í haust,“ sagði Davíð Snorri um ráðninguna. „Þetta er frábært verkefni og það er skemmtileg vinna framundan sem ég hlakka til að takast á við. Það er mikil eftirvænting hjá öllum sem koma að liðinu að fara í keppnina. Þetta er stórt svið sem öllum langar að sýna sitt besta á og ná árangri.“ „Liðið hefur sýnt góðar frammistöður og sterkt hugarfar sem hefur skilað því inn í lokakeppnina. Við munum halda áfram að tryggja faglegt umhverfi og vera bestir í að undirbúa okkur svo allir njóti sín þegar í leikinn er komið,“ sagði nýr þjálfari U21 árs landslið Íslands að lokum í tilkynningu KSÍ. Eitt af hans fyrstu verkefnum er eins og áður sagði lokakeppni Evrópumótsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Þar er Ísland í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi.
Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Davíð Snorra stýra U21-liðinu á EM: „Mun gera þetta frábærlega“ Davíð Snorri Jónasson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta á öðru lokamótinu í sögu þess í lok mars, ef allt gengur að óskum. 20. janúar 2021 14:11 Davíð Snorri segir það mikla reynslu að hafa fengið að stýra landsliðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 karlalandsliðs Íslands í fótbolta, fékk óvænt tækifæri til að stýra A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA þegar Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. 18. október 2020 14:05 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Segir Davíð Snorra stýra U21-liðinu á EM: „Mun gera þetta frábærlega“ Davíð Snorri Jónasson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta á öðru lokamótinu í sögu þess í lok mars, ef allt gengur að óskum. 20. janúar 2021 14:11
Davíð Snorri segir það mikla reynslu að hafa fengið að stýra landsliðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 karlalandsliðs Íslands í fótbolta, fékk óvænt tækifæri til að stýra A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA þegar Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. 18. október 2020 14:05