Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 19:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag. Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag.
Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52