Körfubolti

Hleypur völlinn á þremur sekúndum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hraður.
Hraður. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar, er líklega sneggsti körfuboltamaður landsins um þessar mundir.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi gerðu hraða Ægis að umræðuefni í þættinum á föstudag.

Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru með Kjartani Atla.

„Við sáum Milka vera þrjár sekúndur að taka lay-up áðan en hann setti það reyndar ofaní líka,“ sagði Teitur léttur.

Þeir báru þetta saman við íslandsmet í 100 metra hlaupi en umræðuna í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

„Ég man ekki eftir jafn snöggum íslenskum leikmanni,“ sagði Jón Halldór.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ægir hraðamældur

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir

„Skorari af guðs náð“

Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi eru heillaðir af nýjasta liðsmanni KR í Dominos deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×