Innlent

Sprengi­sandur: Er enginn ó­hultur ef tækni­fyrir­tækin grípa til sinna ráða?

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Einnig má hlýða á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður og Jón Ólafsson prófessor ætla að tala um tjáningarfrelsið - gerði Twitter rétt í að loka á Trump og er þá enginn óhultur ef tæknifyrirtækin grípa til sinna ráða?

Jón Gunnarsson alþingismaður og Margrét Tryggvadóttir rithöfundur, fyrrverandi alþingiskona og þátttakandi í Búsáhaldabyltingunni ætla að rökræða hvort innrásin í þinghúsið í Washington sé í eðli sínu náskyld Búsáhaldabyltingunni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson, flokksformenn báðir, ætla að mætast og rökræða leiðina áfram. Er það leið Sigmundar eða er það leið Loga, að minnsta kosti fara þeir ekki í leiðangur saman, það hefur formaður Samfylkingarinnar þegar sagt.

Kristján Guy Burgess, sérfræðingur í alþjóðamálum ætlar að svara því hver raunveruleg áhrif Donalds Trumps í alþjóðamálum, hafa verið og þá sérstaklega hvort þau hafi haft einhver áhrif á utanríkisstefnu annarra þjóða, þar með talið Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×