Innlent

John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sergi lést um helgina á leiðinni upp á K2.
Sergi lést um helgina á leiðinni upp á K2. Facebook

„Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2.

Mingote var einn sextíu fjallagarpa sem reyndi við það að klífa K2, næsthæsta fjall heims, í vetur. Hann lést af slysförum við fjallamennskuna, en hann rann um 700 metra niður eftir fjallinu og lést.

„Dagurinn í dag var tilfinningaþrunginn á fjallinu K2. Ég var svo heppinn að þekkja hinn mikla fjallagarp Sergi Mingote. Við kynntumst í Nepal þegar ég gekk upp á Manaslu árið 2019. Við höfðum þegar ákveðið að hittast í Ölpunum á næsta ári og klifra þar saman,“ skrifar John Snorri.

Today was emotional day on the mountain K2. I had the privilege to know the great mountaineer Sergi Mingote. We first...

Posted by John Snorri on Saturday, January 16, 2021

John hefur undanfarna mánuði reynt, ásamt sextíu öðrum, að klífa fjallið K2 í Pakistan. Aldrei áður hefur mönnum tekist að klífa fjallið að vetri til, en tíu menn voru fyrstir til þess þegar þeir náðu upp á tindinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×