Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 16. janúar 2021 11:06 Þrír voru í bílnum sem hafnaði í sjónum í vestanverðum Skötufirði á ellefta tímanum. Vísir/Datawrapper Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendur hafa verið fyrsta á vettvang og náð fólkinu upp úr sjónum. Hann segir mikið þrekvirki hafa verið unnið við erfiðar aðstæður en vegfarendurnir veittu fyrstu hjálp á vettvangi. „Fólkið er komið í land. Það voru vegfarendur sem voru fyrstir á staðinn og eru búnir að aðstoða á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til fyrstu viðbragðaðilar komu um klukkutíma eftir að slysið var tilkynnt,“ segir Rögnvaldur en tilkynning barst klukkan 10:16. Að sögn Rögnvaldar voru ekki fleiri í bílnum. Lögregla, sjúkrabílar og björgunarskip eru komin á vettvang en búist er við því að fyrsta þyrla frá Landhelgisgæslunni lendi nú rétt fyrir tólf með kafara og lækna. Tvær þyrlur voru kallaðar út vegna slyssins. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að báðar þyrlurnar hafi verið kallaðar út vegna slyss. „Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út vegna slyss í Skötufirði að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna slyssins skömmu eftir klukkan tólf þar sem segir að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Samkvæmt upplýsingum er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. „Í fyrstu upplýsingum kom fram að bifreið hefði fari útaf veginum og í sjóinn og að þrennt hafi verið í bílnum. Vinna viðbragðsaðila er í gangi á vettvangi og báðar þyrlurnar komnar á staðinn. Búið er að ná fólkinu í land og komið í sjúkrabíla.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Samgönguslys Súðavíkurhreppur Banaslys í Skötufirði Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendur hafa verið fyrsta á vettvang og náð fólkinu upp úr sjónum. Hann segir mikið þrekvirki hafa verið unnið við erfiðar aðstæður en vegfarendurnir veittu fyrstu hjálp á vettvangi. „Fólkið er komið í land. Það voru vegfarendur sem voru fyrstir á staðinn og eru búnir að aðstoða á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til fyrstu viðbragðaðilar komu um klukkutíma eftir að slysið var tilkynnt,“ segir Rögnvaldur en tilkynning barst klukkan 10:16. Að sögn Rögnvaldar voru ekki fleiri í bílnum. Lögregla, sjúkrabílar og björgunarskip eru komin á vettvang en búist er við því að fyrsta þyrla frá Landhelgisgæslunni lendi nú rétt fyrir tólf með kafara og lækna. Tvær þyrlur voru kallaðar út vegna slyssins. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að báðar þyrlurnar hafi verið kallaðar út vegna slyss. „Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út vegna slyss í Skötufirði að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna slyssins skömmu eftir klukkan tólf þar sem segir að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Samkvæmt upplýsingum er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. „Í fyrstu upplýsingum kom fram að bifreið hefði fari útaf veginum og í sjóinn og að þrennt hafi verið í bílnum. Vinna viðbragðsaðila er í gangi á vettvangi og báðar þyrlurnar komnar á staðinn. Búið er að ná fólkinu í land og komið í sjúkrabíla.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Samgönguslys Súðavíkurhreppur Banaslys í Skötufirði Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira