Ég held að ég hafi ekki það mikil völd Atli Arason skrifar 15. janúar 2021 22:46 Hörður Axel telur sig ekki hafa haft áhrif á því að æfinga- og keppnisbanni hafi verið aflétt. Hann er þó einkar þakklátur því að vera kominn út á völl aftur. Vísir/Daniel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var yfir sig ánægður að vera loksins kominn út á völlinn aftur. Þá var hann eðlilega mjög ánægður með stórsigur sinna manna í kvöld en Keflavík vann Þór Þorláksöfn með 28 stiga mun, 115-87. „Ég er glaður, mjög glaður að fá að keppa og fá að spila körfubolta það er svona það helsta sem maður tekur út úr þessum leik. Auðvitað er maður ánægður að vinna en fyrst og fremst bara að fá að spila og gera það sem maður hefur lifað fyrir alla sína tíð í rauninni,” sagði Hörður í viðtali eftir leik. Hörður var búinn að tjá sig um það á samskiptamiðlum hvað æfingar- og keppnisbannið hafi haft slæm áhrif á hann og mögulega alla framtíðar afreksíþróttamenn. Aðspurður telur hann sig ekki hafa haft einhver áhrif í því að keppnisbanninu var loksins aflétt. „Nei ég held ég hafi nú ekki það mikil völd að ég hafi eitthvað um það að segja,” segir Hörður og hlær áður en hann bætir við: „En á sama tíma þá var þetta eitthvað sem lá mér á hjarta og eitthvað sem mér fannst ég þurfa að koma frá mér.” Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess....Posted by Hörður Axel Vilhjálmsson on Tuesday, December 1, 2020 Keflavík vann eins og áður sagði öruggan 28 stiga sigur á Þór á heimavelli í kvöld en þeir voru þó lengi að hrista gestina af sér. „Við hertum varnarleikinn mikið í seinni hálfleik og lokuðum á þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá. Sóknarlega vorum við að dreifa boltanum vel. Við vorum að finna glufur betur í seinni hálfleik þar sem við vorum kannski aðeins þolinmóðari í staðinn fyrir að reyna að negla boltanum beint inn á Dom og bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Við vorum að hreyfa boltann og þannig fengu allir bita af kökunni,“ svaraði Hörður aðspurður hvers vegna Keflavík sigraði í kvöld. Hörður vil fyrst og fremst fá að spila tímabilið áður en hann gefur eitthvað út um markmið Keflavíkur fyrir árið. „Markmiðið er bara að klára tímabilið. Ég held það sé markmið allra liða, að fá að spila bara. Það er langt í að fara að spá í einhverjum langtímamarkmiðum núna. Það er bara einn leikur búinn. Við erum ánægðir með þar sem við erum í dag en við fengum að mæla okkur aðeins við annað lið sem er eitthvað sem við höfum ekki fengið að gera í marga mánuði. Eftir þetta er ég nokkuð sáttur en ég vil samt fá að byggja meira ofan á þetta,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Ég er glaður, mjög glaður að fá að keppa og fá að spila körfubolta það er svona það helsta sem maður tekur út úr þessum leik. Auðvitað er maður ánægður að vinna en fyrst og fremst bara að fá að spila og gera það sem maður hefur lifað fyrir alla sína tíð í rauninni,” sagði Hörður í viðtali eftir leik. Hörður var búinn að tjá sig um það á samskiptamiðlum hvað æfingar- og keppnisbannið hafi haft slæm áhrif á hann og mögulega alla framtíðar afreksíþróttamenn. Aðspurður telur hann sig ekki hafa haft einhver áhrif í því að keppnisbanninu var loksins aflétt. „Nei ég held ég hafi nú ekki það mikil völd að ég hafi eitthvað um það að segja,” segir Hörður og hlær áður en hann bætir við: „En á sama tíma þá var þetta eitthvað sem lá mér á hjarta og eitthvað sem mér fannst ég þurfa að koma frá mér.” Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess....Posted by Hörður Axel Vilhjálmsson on Tuesday, December 1, 2020 Keflavík vann eins og áður sagði öruggan 28 stiga sigur á Þór á heimavelli í kvöld en þeir voru þó lengi að hrista gestina af sér. „Við hertum varnarleikinn mikið í seinni hálfleik og lokuðum á þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá. Sóknarlega vorum við að dreifa boltanum vel. Við vorum að finna glufur betur í seinni hálfleik þar sem við vorum kannski aðeins þolinmóðari í staðinn fyrir að reyna að negla boltanum beint inn á Dom og bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Við vorum að hreyfa boltann og þannig fengu allir bita af kökunni,“ svaraði Hörður aðspurður hvers vegna Keflavík sigraði í kvöld. Hörður vil fyrst og fremst fá að spila tímabilið áður en hann gefur eitthvað út um markmið Keflavíkur fyrir árið. „Markmiðið er bara að klára tímabilið. Ég held það sé markmið allra liða, að fá að spila bara. Það er langt í að fara að spá í einhverjum langtímamarkmiðum núna. Það er bara einn leikur búinn. Við erum ánægðir með þar sem við erum í dag en við fengum að mæla okkur aðeins við annað lið sem er eitthvað sem við höfum ekki fengið að gera í marga mánuði. Eftir þetta er ég nokkuð sáttur en ég vil samt fá að byggja meira ofan á þetta,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00