Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2021 16:46 Thor Aspelund, formaður Skimunarráðs, ásamt Ölmu D. Möller, landlækni, og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. vísir/baldur Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. Þetta kemur fram í grein sem skimunarráð skrifar á Vísi en formaður ráðsins er Thor Asperlund prófessor í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Skimunarráð lagði sem kunnugt er til að konum á aldrinum 50-74 ára yrði boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini annað hvert ár. Áður hafði verið miðað við konur yrðu boðaðar í fyrstu skimun frá fjörutíu ára aldri en efri mörk miðuðu við 69 ára aldur. Breytingarnar ollu miklu fjaðrafoki og hafa safnast hátt í 35 þúsund undirskriftir þar sem breytingunum var mótmælt. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í framhaldi af gagnrýninni að fresta gildistöku breytinganna um óákveðin tíma og sagði tilefni til að kynna áformaðar breytingar betur og fagleg rök að baki þeim. Faghópur brjóstakrabbamein hafði lagt til við skimunarráð að hefja skimun við 45 ára aldur að tillögum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Skimunarráð gat ekki fallist á þá tillögu og studdist við álit starfshóps sérfræðinga frá 2016 sem sagði að hópleit hjá 40-49 ára konum virtist skila litlum árangri við að draga úr dánartíðni. Áttu að gera tillögu að framtíðarskipulagi við skimanir Thor Asperlund og kollegar í skimunarráðinu gera tilraun til þess að útskýra aðdragandann að tillögum sínum í greininni á Vísi. Þar er rakið að ráðið hafi verið skipað af landlækni í maí 2018 en hlutverk ráðsins hafi verið að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. „Sérstaklega átti að huga að faglegum rökum fyrir hvernig stjórnun og skipulagi krabbameinsleitar verði háttað. Skimunarráð er skipað 7 sérfræðingum af mismunandi sviðum. Til aðstoðar skimunarráði voru 3 faghópar, skipaðir sérfræðingum á hverju sviði til að fjalla um skimun fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini.“ Með skimun sé átt við skipulagða hópleit þ.e. innköllun á skipulegan hátt á einkennalausu fólki til skoðunar. Ekki er átt við skoðanir af tilefni einkenna hjá fólki eða fólki í hárri áhættu til dæmis út frá vitneskju um erfðaþætti eða fjölskyldusögu. Skerpa þarf á fræðslu um hópleitir og skimanir og muninn á greiningu við hópleit (skimun) og greiningu við skoðun utan hópleitar. Eins þarf að leggjast í átak við bæta mætingu í skimanir því þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini er rétt um 60%. Til þess að skimanir skili árangri þarf þátttaka að ná yfir 75%. Hér þarf að bæta úr en áhuginn er greinilega fyrir hendi. Fagna umræðu um skimanir Störf skimunarráðs hafi leitt til tillögu um að skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23. ára aldur og mælt eindregið með að HPV frumskimun verði tekin upp hér á landi eigi síðar en 1. janúar 2021. „Það eru líka tíðindi að komin er tillaga að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) sem sátt er um. Lagt er til að hafin verði frumskimun fyrir KRE í aldurshópnum 50-74 ára samkvæmt evrópskum ráðleggingum. Byrja með aldurshópinn 60-69 ára í meðaláhættu með leit að duldu blóði í hægðum (svokallað FIT próf) annað hvert ár og ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Að auki leggur fagráðið til að einstaklingum sem eru á 51. aldursári verði boðin ristilspeglun sem frumskimun en annars val um að þiggja FIT próf einu sinni.“ Skimunarráð lagði til í samræmi við fyrri álit að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. „Sú tillaga hefur komið af stað umræðu um skimanir sem er jákvætt en þarfnast frekari útskýringar,“ segir í greininni. Tólf sérfræðingar lögðu til 50-74 ára aldur árið 2016 Skimunarráð segir Birgi Jakobsson, fyrrverandi landlækni og núverandi aðstoðarmann heilbrigðisráðherra, haustið 2015 hafa skipað starfshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögu að stefnu um framtíð skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini á Íslandi, sérstaklega með tilliti til aldursmarka og tíðni hennar. Sá starfshópur hafi skilað áliti 23. febrúar 2016. Þessi starfshópur var skipaður 12 sérfræðingum á sviði læknisfræði, hjúkrunarfræði og faraldsfræði krabbameina. Niðurstaða í hnotskurn var: „Með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna og alþjóðlegra leiðbeininga um almenna skimun fyrir brjóstakrabbameini mælir starfshópurinn með áframhaldandi skimunum og að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Þessi tilmæli byggjast á faglegum rökum.“ Hópurinn tók fram að „Hópleit í 40-49 ára virðist skila litlum árangri við að draga úr dánartíðni.“ og að „Gæta verði að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar.“ Til viðbótar var sagt: „Tekið skal fram að tilmæli starfshópsins eiga við konur sem ekki eru í sérstakri áhættu að fá brjóstakrabbamein.“ Langflest lönd miði við fimmtíu ára aldur Skimunarráð fer yfir fyrirkomulag annarra þjóða varðandi skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá einkennalausum konum. Þar segir að eiginlega allar þjóðir hefji þá skimun við fimmtíu ára aldur. „Til dæmis Danmörk, Noregur, Finnland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Pólland, Ítalía, Írland, Skotland og England svo einhver lönd séu nefnd. Bandaríkin hækkuðu sín mörk í 50 ára árið 2009 þar sem mælt er með skimun. Ný úttekt var gerð þar 2016 og áfram er miðað við 50 ár. Austurríki, Tékkland, Ungverjaland, Portúgal og Spánn miða við 45 ár. Aðrar undantekningar á heimsvísu séu fimm lönd. „Svíþjóð, Grikkland, Mexíkó, Slóvakía og Tyrkland. Þessi lönd miða enn við 40 ára aldur. Ráðgjöf og samtal um krabbamein á auðvitað að vera í boði fyrir allar konur á öllum aldri. Allar þjóðir með krabbameinsáætlun leggja áherslu á það.“ „Strong recommendation“ með 50-69 Vísað er til viðmiða Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem gefi út viðmið um krabbameinsskimanir. https://healthcare-quality.jrc.ec.europa.eu/european-breast-cancer-guidelines/screening-ages-and-frequencies „Sérfræðingahópurinn er skipaður vísindafólki víðs vegar frá Evrópu og telur um 60 manns. Niðurstaðan í dag er að framkvæmdastjórnin mælir ekki með skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá einkennalausum konum á aldrinum 40-44 ára. Fyrir aldurinn 45-49 er skimun á 2 til 3 ára fresti einungis lögð fram sem tillaga,“ segir í grein skimunarráðs. Notað sé orðalagið „suggest.“ „Um vísindalegan bakgrunn þessarar tillögu er sagt: „Moderate certainty of the evidence“. Um aldurinn 50-69 er mælt með skimun á 2 ára fresti. Notað er orðalagið „Strong recommendation.“ Vísindalegu rökin eru samt ekki ótvíræð, en metið sem svo að ávinningur sé meiri en skaði og því óhætt að mæla beinlínis með. Um aldurinn 70 – 74 er á svipaðan máta mælt með skimun á 3 ára fresti. Ísland er með fyrstu þjóðum til að innleiða skimun fyrir brjóstakrabbameini fyrir þennan aldurshóp. Hvort það verður á tveggja eða þriggja ára fresti á eftir að útfæra.“ Jafnvægi milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar Skimunarráð segir að faghópur brjóstakrabbameina, sem var skimunarráði til aðstoðar, hafi verið hlynntur að fylgja tillögum Framkvæmdastjórnar ESB og hefja skimun við 45 ára aldur. „Skimunarráð fór yfir vísindalega þekkingu og hvort eitthvað hafi bæst við sem óyggjandi gæti snúið álitinu frá 2016. Niðurstaðan var að svo var ekki. Þess vegna leggur skimunarráð álitið frá 2016 til grundvallar sínu áliti um hverju má beinlínis mæla með varðandi skimun fyrir brjóstakrabbameini.“ Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og að halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. „Það er okkar hlutverk að láta þau sjónarmið ráða.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00 Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17 Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem skimunarráð skrifar á Vísi en formaður ráðsins er Thor Asperlund prófessor í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Skimunarráð lagði sem kunnugt er til að konum á aldrinum 50-74 ára yrði boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini annað hvert ár. Áður hafði verið miðað við konur yrðu boðaðar í fyrstu skimun frá fjörutíu ára aldri en efri mörk miðuðu við 69 ára aldur. Breytingarnar ollu miklu fjaðrafoki og hafa safnast hátt í 35 þúsund undirskriftir þar sem breytingunum var mótmælt. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í framhaldi af gagnrýninni að fresta gildistöku breytinganna um óákveðin tíma og sagði tilefni til að kynna áformaðar breytingar betur og fagleg rök að baki þeim. Faghópur brjóstakrabbamein hafði lagt til við skimunarráð að hefja skimun við 45 ára aldur að tillögum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Skimunarráð gat ekki fallist á þá tillögu og studdist við álit starfshóps sérfræðinga frá 2016 sem sagði að hópleit hjá 40-49 ára konum virtist skila litlum árangri við að draga úr dánartíðni. Áttu að gera tillögu að framtíðarskipulagi við skimanir Thor Asperlund og kollegar í skimunarráðinu gera tilraun til þess að útskýra aðdragandann að tillögum sínum í greininni á Vísi. Þar er rakið að ráðið hafi verið skipað af landlækni í maí 2018 en hlutverk ráðsins hafi verið að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. „Sérstaklega átti að huga að faglegum rökum fyrir hvernig stjórnun og skipulagi krabbameinsleitar verði háttað. Skimunarráð er skipað 7 sérfræðingum af mismunandi sviðum. Til aðstoðar skimunarráði voru 3 faghópar, skipaðir sérfræðingum á hverju sviði til að fjalla um skimun fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini.“ Með skimun sé átt við skipulagða hópleit þ.e. innköllun á skipulegan hátt á einkennalausu fólki til skoðunar. Ekki er átt við skoðanir af tilefni einkenna hjá fólki eða fólki í hárri áhættu til dæmis út frá vitneskju um erfðaþætti eða fjölskyldusögu. Skerpa þarf á fræðslu um hópleitir og skimanir og muninn á greiningu við hópleit (skimun) og greiningu við skoðun utan hópleitar. Eins þarf að leggjast í átak við bæta mætingu í skimanir því þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini er rétt um 60%. Til þess að skimanir skili árangri þarf þátttaka að ná yfir 75%. Hér þarf að bæta úr en áhuginn er greinilega fyrir hendi. Fagna umræðu um skimanir Störf skimunarráðs hafi leitt til tillögu um að skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23. ára aldur og mælt eindregið með að HPV frumskimun verði tekin upp hér á landi eigi síðar en 1. janúar 2021. „Það eru líka tíðindi að komin er tillaga að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) sem sátt er um. Lagt er til að hafin verði frumskimun fyrir KRE í aldurshópnum 50-74 ára samkvæmt evrópskum ráðleggingum. Byrja með aldurshópinn 60-69 ára í meðaláhættu með leit að duldu blóði í hægðum (svokallað FIT próf) annað hvert ár og ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Að auki leggur fagráðið til að einstaklingum sem eru á 51. aldursári verði boðin ristilspeglun sem frumskimun en annars val um að þiggja FIT próf einu sinni.“ Skimunarráð lagði til í samræmi við fyrri álit að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. „Sú tillaga hefur komið af stað umræðu um skimanir sem er jákvætt en þarfnast frekari útskýringar,“ segir í greininni. Tólf sérfræðingar lögðu til 50-74 ára aldur árið 2016 Skimunarráð segir Birgi Jakobsson, fyrrverandi landlækni og núverandi aðstoðarmann heilbrigðisráðherra, haustið 2015 hafa skipað starfshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögu að stefnu um framtíð skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini á Íslandi, sérstaklega með tilliti til aldursmarka og tíðni hennar. Sá starfshópur hafi skilað áliti 23. febrúar 2016. Þessi starfshópur var skipaður 12 sérfræðingum á sviði læknisfræði, hjúkrunarfræði og faraldsfræði krabbameina. Niðurstaða í hnotskurn var: „Með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna og alþjóðlegra leiðbeininga um almenna skimun fyrir brjóstakrabbameini mælir starfshópurinn með áframhaldandi skimunum og að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Þessi tilmæli byggjast á faglegum rökum.“ Hópurinn tók fram að „Hópleit í 40-49 ára virðist skila litlum árangri við að draga úr dánartíðni.“ og að „Gæta verði að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar.“ Til viðbótar var sagt: „Tekið skal fram að tilmæli starfshópsins eiga við konur sem ekki eru í sérstakri áhættu að fá brjóstakrabbamein.“ Langflest lönd miði við fimmtíu ára aldur Skimunarráð fer yfir fyrirkomulag annarra þjóða varðandi skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá einkennalausum konum. Þar segir að eiginlega allar þjóðir hefji þá skimun við fimmtíu ára aldur. „Til dæmis Danmörk, Noregur, Finnland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Pólland, Ítalía, Írland, Skotland og England svo einhver lönd séu nefnd. Bandaríkin hækkuðu sín mörk í 50 ára árið 2009 þar sem mælt er með skimun. Ný úttekt var gerð þar 2016 og áfram er miðað við 50 ár. Austurríki, Tékkland, Ungverjaland, Portúgal og Spánn miða við 45 ár. Aðrar undantekningar á heimsvísu séu fimm lönd. „Svíþjóð, Grikkland, Mexíkó, Slóvakía og Tyrkland. Þessi lönd miða enn við 40 ára aldur. Ráðgjöf og samtal um krabbamein á auðvitað að vera í boði fyrir allar konur á öllum aldri. Allar þjóðir með krabbameinsáætlun leggja áherslu á það.“ „Strong recommendation“ með 50-69 Vísað er til viðmiða Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem gefi út viðmið um krabbameinsskimanir. https://healthcare-quality.jrc.ec.europa.eu/european-breast-cancer-guidelines/screening-ages-and-frequencies „Sérfræðingahópurinn er skipaður vísindafólki víðs vegar frá Evrópu og telur um 60 manns. Niðurstaðan í dag er að framkvæmdastjórnin mælir ekki með skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá einkennalausum konum á aldrinum 40-44 ára. Fyrir aldurinn 45-49 er skimun á 2 til 3 ára fresti einungis lögð fram sem tillaga,“ segir í grein skimunarráðs. Notað sé orðalagið „suggest.“ „Um vísindalegan bakgrunn þessarar tillögu er sagt: „Moderate certainty of the evidence“. Um aldurinn 50-69 er mælt með skimun á 2 ára fresti. Notað er orðalagið „Strong recommendation.“ Vísindalegu rökin eru samt ekki ótvíræð, en metið sem svo að ávinningur sé meiri en skaði og því óhætt að mæla beinlínis með. Um aldurinn 70 – 74 er á svipaðan máta mælt með skimun á 3 ára fresti. Ísland er með fyrstu þjóðum til að innleiða skimun fyrir brjóstakrabbameini fyrir þennan aldurshóp. Hvort það verður á tveggja eða þriggja ára fresti á eftir að útfæra.“ Jafnvægi milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar Skimunarráð segir að faghópur brjóstakrabbameina, sem var skimunarráði til aðstoðar, hafi verið hlynntur að fylgja tillögum Framkvæmdastjórnar ESB og hefja skimun við 45 ára aldur. „Skimunarráð fór yfir vísindalega þekkingu og hvort eitthvað hafi bæst við sem óyggjandi gæti snúið álitinu frá 2016. Niðurstaðan var að svo var ekki. Þess vegna leggur skimunarráð álitið frá 2016 til grundvallar sínu áliti um hverju má beinlínis mæla með varðandi skimun fyrir brjóstakrabbameini.“ Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og að halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. „Það er okkar hlutverk að láta þau sjónarmið ráða.“
Ekki er átt við skoðanir af tilefni einkenna hjá fólki eða fólki í hárri áhættu til dæmis út frá vitneskju um erfðaþætti eða fjölskyldusögu. Skerpa þarf á fræðslu um hópleitir og skimanir og muninn á greiningu við hópleit (skimun) og greiningu við skoðun utan hópleitar. Eins þarf að leggjast í átak við bæta mætingu í skimanir því þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini er rétt um 60%. Til þess að skimanir skili árangri þarf þátttaka að ná yfir 75%. Hér þarf að bæta úr en áhuginn er greinilega fyrir hendi.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00 Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17 Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00
Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50
Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17
Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25