Viðskipti innlent

Úlla Ár­dal yfirgefur RÚV og kynnir náttúruperlur

Eiður Þór Árnason skrifar
Úlla Árdal er margmiðlunarfræðingur og starfaði áður hjá RÚV og N4. 
Úlla Árdal er margmiðlunarfræðingur og starfaði áður hjá RÚV og N4.  Samsett

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu og hóf störf þann 5. janúar. Þar mun hún sinna verkefnum sem er ætlað að styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga.

Þá er henni ætlað að vekja frekari athygli á náttúruparadísum Norðurlands eystra. Þetta kemur fram á vef Mývatnsstofu sem sinnir markaðs- og kynningarmálum fyrir ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Úlla starfaði áður hjá RÚV á Norðurlandi en Vísir greindi frá því í nóvember að hún hafi verið meðal þeirra sem var sagt upp störfum í niðurskurði á fréttastofu RÚV. Þar áður starfaði Úlla á sjónvarpsstöðinni N4. 

Um er að ræða nýja stöðu hjá Mývatnsstofu sem er ætlað að efla núverandi verkefni markaðsstofunnar og að víkka starfsemina út enn frekar í samstarfi við verkefnið Nýsköpun í Norðri. Mun það koma í hlut Úllu að þróa viðburði sem Mývatnsstofa heldur utan um á borð við Vetrarhátíð við Mývatn og Mývatnsmaraþonið, er fram kemur á vef stofunnar. 

Úlla er margmiðlunarfræðingur frá Margmiðlunarskólanum og digital compositor frá Campus i12 í Svíþjóð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×