Fótbolti

Spila þrátt fyrir að þrettán leikmenn séu í sóttkví

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Celtic mætir með ansi laskað lið til leiks gegn Hibernian í kvöld.
Celtic mætir með ansi laskað lið til leiks gegn Hibernian í kvöld. getty/Craig Williamson

Þrátt fyrir að þrettán leikmenn Celtic séu komnir í sóttkví fer leikur liðsins gegn Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í kvöld fram.

Ekki nóg með að þrettán leikmenn Celtic séu komnir í sóttkví heldur er knattspyrnustjóri liðsins, Neil Lennon, einnig í sóttkví sem og tveir aðrir starfsmenn.

Celtic fór í umdeilda æfingaferð til Dúbaí á dögunum og hún hefur dregið dilk á eftir sér. Franski varnarmaðurinn Christopher Jullian fékk kórónuveiruna og nú er fjöldi manns kominn í sóttkví.

Kórónuveirufaraldurinn er í örum vexti í Skotlandi og vegna þess hefur verið ákveðið að fresta leikjum í neðri deildum þar í landi.

Celtic er í 2. sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, 22 stigum á eftir toppliði Rangers en á fjóra leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×