Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2021 12:20 Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af því hvað staðan er viðkvæm erlendis. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. Frá þessu greindi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Vísi eftir ríkisstjórnarfund sem lauk rétt í þessu. Nýju reglurnar munu gilda til 17. febrúar. Samkvæmt tillögunum verður íþróttaiðkun aftur heimil, bæði tómstundaiðkun og keppnisiðkun en með engum áhorfendum. „Þarna vorum við að ræða það sem tekur við innanlands 13. janúar og það er að því gefnu að faraldurinn haldist í lágmarki,“ sagði Svandís um fundinn. Hún ítrekar að allt þetta sé háð því að faraldurinn haldi áfram að þróast með sama hætti og verið hefur innanlands. Faraldurinn á „bullandi siglingu“ erlendis Ríkisstjórnin ræddi einnig aðgerðir á landamærunum en sóttvarnalæknir hefur mælt með því að þeir sem velja að fara ekki í skimun verði látnir sæta sóttkví í farsóttarhúsi. Þá verði reglur hertar um börn þeirra sem eru í sóttkví, það er að segja að þau sæki ekki skóla á meðan. Þetta er allt til skoðunar, segir ráðherra. „Ég hef allavega áhyggjur af því hvað þetta er allt viðkvæmt,“ sagði hún, spurð að því hvort hún hefði sérstakar áhyggjur af hinu svokallaða breska afbrigði. Erlendis væri faraldurinn á „bullandi siglingu“ en innanlands hefðum við hjálpast að til að halda honum niðri og haldið okkur í jólakúlum yfir hátíðirnar. „Um leið finnur maður að það getur brugðið til beggja vona á mjög stuttum tíma.“ Eftir langa og stranga vegferð er faraldurinn á niðurleið hérlendis og bólusetning hafin. En lítið má útaf bregða til að þróunin snúist við og við förum í aðra uppsveiflu. Svandís sagði samhug um aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. „Við höfum hingað til verið mjög sammála um að fara að ráði sóttvarnalæknis og það hefur reynst okkur skynsamlegt.“ Eftirfarandi tilkynning er af vef heilbrigðisráðuneytisins: Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 fullorðnir og 100 börn. Sama gildir um aðra menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Áformaðar breytingarnar taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi. Sóttvarnalæknir leggur til þessar tilslakanir þar sem vel hafi gengið að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 hér á landi. Hann bendir á að víða erlendis sé faraldurinn í mikilli uppsveiflu, meðal annars vegna nýs afbrigðis veirunnar sem til þessa hafi ekki náðst að breiðast út hérlendis. Sóttvarnalæknir setur tillögur sínar því fram með fyrirvara um að þróun faraldursins snúist ekki á verri veg. Helstu breytingar eru þessar: Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. Verslanir: Gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar 5 viðskiptavini á hverja 10m² er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja 4m² en þó ekki fleiri en 100 viðskiptavinum í rými að hámarki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Starfsemi verður heimil með ströngum skilyrðum. Fjöldi gesta má að hámarki vera helmingur þess sem kveðið er á um í starfsleyfi, eða helmingur þess sem búningsaðstaða gerir ráð fyrir ef gestafjölda er ekki getið í starfsleyfi. Einungis er leyfilegt að halda skipulagða hóptíma þar sem hámarksfjöldi í hverjum hópi eru 20 manns og gestir í hvern tíma skráðir. Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sóttvarnalæknir mun setja fram ýtarlegar leiðbeiningar um sóttvarnir á heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými. Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda. Skíðasvæði: Skíðasvæðum verður heimilt að hafa opið með takmörkunum samkvæmt reglu 4 í útgefnum reglum skíðasvæðanna í landinu. Í skíðalyftum skal tryggt að þeir sem eru einir á ferð þurfi ekki að deila lyftustól með öðrum, halda skal tveggja metra nálægðarmörk og sömu reglur gilda um grímunotkun og annars staðar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir: Á sviði mega vera allt að 50 manns á æfingum og sýningum. Andlitsgrímur skulu notaðar eins og kostur er og tveggja metra nálægðartakmörkun virt eftir föngum. Sitjandi gestir í sal mega vera allt að 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Gestir skulu sitja í sætum sem skráð eru á nafn og fullorðnir eiga að bera grímu. Tengd skjöl Minnisblad_sottvarnalaeknis_dagsPDF463KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Frá þessu greindi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Vísi eftir ríkisstjórnarfund sem lauk rétt í þessu. Nýju reglurnar munu gilda til 17. febrúar. Samkvæmt tillögunum verður íþróttaiðkun aftur heimil, bæði tómstundaiðkun og keppnisiðkun en með engum áhorfendum. „Þarna vorum við að ræða það sem tekur við innanlands 13. janúar og það er að því gefnu að faraldurinn haldist í lágmarki,“ sagði Svandís um fundinn. Hún ítrekar að allt þetta sé háð því að faraldurinn haldi áfram að þróast með sama hætti og verið hefur innanlands. Faraldurinn á „bullandi siglingu“ erlendis Ríkisstjórnin ræddi einnig aðgerðir á landamærunum en sóttvarnalæknir hefur mælt með því að þeir sem velja að fara ekki í skimun verði látnir sæta sóttkví í farsóttarhúsi. Þá verði reglur hertar um börn þeirra sem eru í sóttkví, það er að segja að þau sæki ekki skóla á meðan. Þetta er allt til skoðunar, segir ráðherra. „Ég hef allavega áhyggjur af því hvað þetta er allt viðkvæmt,“ sagði hún, spurð að því hvort hún hefði sérstakar áhyggjur af hinu svokallaða breska afbrigði. Erlendis væri faraldurinn á „bullandi siglingu“ en innanlands hefðum við hjálpast að til að halda honum niðri og haldið okkur í jólakúlum yfir hátíðirnar. „Um leið finnur maður að það getur brugðið til beggja vona á mjög stuttum tíma.“ Eftir langa og stranga vegferð er faraldurinn á niðurleið hérlendis og bólusetning hafin. En lítið má útaf bregða til að þróunin snúist við og við förum í aðra uppsveiflu. Svandís sagði samhug um aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. „Við höfum hingað til verið mjög sammála um að fara að ráði sóttvarnalæknis og það hefur reynst okkur skynsamlegt.“ Eftirfarandi tilkynning er af vef heilbrigðisráðuneytisins: Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 fullorðnir og 100 börn. Sama gildir um aðra menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Áformaðar breytingarnar taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi. Sóttvarnalæknir leggur til þessar tilslakanir þar sem vel hafi gengið að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 hér á landi. Hann bendir á að víða erlendis sé faraldurinn í mikilli uppsveiflu, meðal annars vegna nýs afbrigðis veirunnar sem til þessa hafi ekki náðst að breiðast út hérlendis. Sóttvarnalæknir setur tillögur sínar því fram með fyrirvara um að þróun faraldursins snúist ekki á verri veg. Helstu breytingar eru þessar: Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. Verslanir: Gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar 5 viðskiptavini á hverja 10m² er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja 4m² en þó ekki fleiri en 100 viðskiptavinum í rými að hámarki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Starfsemi verður heimil með ströngum skilyrðum. Fjöldi gesta má að hámarki vera helmingur þess sem kveðið er á um í starfsleyfi, eða helmingur þess sem búningsaðstaða gerir ráð fyrir ef gestafjölda er ekki getið í starfsleyfi. Einungis er leyfilegt að halda skipulagða hóptíma þar sem hámarksfjöldi í hverjum hópi eru 20 manns og gestir í hvern tíma skráðir. Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sóttvarnalæknir mun setja fram ýtarlegar leiðbeiningar um sóttvarnir á heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými. Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda. Skíðasvæði: Skíðasvæðum verður heimilt að hafa opið með takmörkunum samkvæmt reglu 4 í útgefnum reglum skíðasvæðanna í landinu. Í skíðalyftum skal tryggt að þeir sem eru einir á ferð þurfi ekki að deila lyftustól með öðrum, halda skal tveggja metra nálægðarmörk og sömu reglur gilda um grímunotkun og annars staðar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir: Á sviði mega vera allt að 50 manns á æfingum og sýningum. Andlitsgrímur skulu notaðar eins og kostur er og tveggja metra nálægðartakmörkun virt eftir föngum. Sitjandi gestir í sal mega vera allt að 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Gestir skulu sitja í sætum sem skráð eru á nafn og fullorðnir eiga að bera grímu. Tengd skjöl Minnisblad_sottvarnalaeknis_dagsPDF463KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira