Boeing greiðir 2,5 milljarða dala fyrir að leyna upplýsingum um 737 Max slysin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2021 23:00 Boeing hefur verið til náinnar skoðunar eftir tvö keimlík flugslys á skömmum tíma. Vísir/EPA Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að greiða 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 316 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa leynt upplýsingum um Boeing 737 Max vélarnar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Framleiðandinn gerir það í stað þess að hætta á að málið fari fyrir dómstóla. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að fyrirtækið hafi kosið „hagnað frekar en hreinskilni“ þegar kom að öryggi vélanna. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Allar Boeing 737 Max vélar voru kyrrsettar í mars 2019 eftir tvö flugslys, annað í Indónesíu og hitt í Eþíópíu, þar sem samtals 346 létu lífið. Rannsókn á slysunum leiddi í ljós að bæði slysin mætti rekja til búnaðar í vélunum, MCAS, sem átti að koma í veg fyrir ofris. Meirihluti greiðslunnar fer til flugfélaga Um 500 milljónir af þessum 2,5 milljörðum fara til fjölskyldna þeirra 346 sem létust í flugslysunum. David Calhoun, framkvæmdastjóri Boeing, sagði áðan: „Ég trúi því af öllu hjarta að þessi lausn sé það rétta í málinu – skref sem viðurkennir það að við fylgdum ekki gildum okkar og væntingum.“ Meirihluti greiðslunnar, eða um 1,77 milljarðar, mun fara til viðskiptavina fyrirtækisins, það er til flugfélaga, sem hafa þurft að kyrrsetja Boeing vélar sínar undanfarin tæp tvö ár. Rannsóknin, sem leiddi til þessa, var gerð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og sögðu niðurstöður hennar að sýna mætti fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og Boeing hafi haldið upplýsingunum leyndum. Í skýrslu rannsakenda var fullyrt að flugmálayfirvöld hafi í samstarfi við yfirmenn hjá Boeing ákveðið fyrir fram hver niðurstaða prófana á MCAS búnaðinum ætti að vera. Átti sú niðurstaða enn frekar að leiða líkur að því að mannleg mistök flugmanna og langur viðbragðstíma þeirra hafi spilað stóran þátt í flugslysunum. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið. 2. janúar 2021 14:18 Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. 26. desember 2020 14:08 Saka FAA og Boeing um að leyna upplýsingum um 737 MAX slysin Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. 19. desember 2020 10:30 Max-flugvélar aftur í áætlunarflug Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust. 9. desember 2020 13:13 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að fyrirtækið hafi kosið „hagnað frekar en hreinskilni“ þegar kom að öryggi vélanna. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Allar Boeing 737 Max vélar voru kyrrsettar í mars 2019 eftir tvö flugslys, annað í Indónesíu og hitt í Eþíópíu, þar sem samtals 346 létu lífið. Rannsókn á slysunum leiddi í ljós að bæði slysin mætti rekja til búnaðar í vélunum, MCAS, sem átti að koma í veg fyrir ofris. Meirihluti greiðslunnar fer til flugfélaga Um 500 milljónir af þessum 2,5 milljörðum fara til fjölskyldna þeirra 346 sem létust í flugslysunum. David Calhoun, framkvæmdastjóri Boeing, sagði áðan: „Ég trúi því af öllu hjarta að þessi lausn sé það rétta í málinu – skref sem viðurkennir það að við fylgdum ekki gildum okkar og væntingum.“ Meirihluti greiðslunnar, eða um 1,77 milljarðar, mun fara til viðskiptavina fyrirtækisins, það er til flugfélaga, sem hafa þurft að kyrrsetja Boeing vélar sínar undanfarin tæp tvö ár. Rannsóknin, sem leiddi til þessa, var gerð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og sögðu niðurstöður hennar að sýna mætti fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og Boeing hafi haldið upplýsingunum leyndum. Í skýrslu rannsakenda var fullyrt að flugmálayfirvöld hafi í samstarfi við yfirmenn hjá Boeing ákveðið fyrir fram hver niðurstaða prófana á MCAS búnaðinum ætti að vera. Átti sú niðurstaða enn frekar að leiða líkur að því að mannleg mistök flugmanna og langur viðbragðstíma þeirra hafi spilað stóran þátt í flugslysunum.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið. 2. janúar 2021 14:18 Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. 26. desember 2020 14:08 Saka FAA og Boeing um að leyna upplýsingum um 737 MAX slysin Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. 19. desember 2020 10:30 Max-flugvélar aftur í áætlunarflug Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust. 9. desember 2020 13:13 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið. 2. janúar 2021 14:18
Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. 26. desember 2020 14:08
Saka FAA og Boeing um að leyna upplýsingum um 737 MAX slysin Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. 19. desember 2020 10:30
Max-flugvélar aftur í áætlunarflug Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust. 9. desember 2020 13:13