Börn fengið greiðslur frá útlöndum fyrir kynferðislegar myndir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 20:01 Hrefna Sigurjónsdóttir hjá Heimili og skóla hvetur foreldra til árverkni. VÍSIR/EGILL AÐALSTEINSSON Tvær tilkynningar bárust ábendingalínu Barnaheilla í desember um að erlendir aðilar hafi greitt íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Framkvæmdastjóri heimilis- og skóla segir að foreldrar verði að vera vakandi fyrir þessari þróun. Í gær sögðum við frá því að hátt í tíu mál hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegn um svokölluð greiðsluöpp í símanum. „Við höfum því mikið heyrt af þessari þróun að þetta sé eitthvað sem sé að færast í aukana og það hefur gerst bara um allan heim að svona vandamál tengd netinu hafa færst í aukana,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Samkvæmt upplýsingum frá ábendingalínu Barnaheilla bárust tvær tilkynning um slík mál í gegn um ábendingalínuna í desember. Í þeim málum var um erlenda aðila að ræða og greiðslurnar bárust í gegn um síðurnar Paypal og Webmoney. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að greiðslunar í málunum á borði lögreglu hafi borist í gegn um appið Aur. „Það eru ýmsar leiðir. Að vissu leyti má segja að það sé ákveðin kostur ef þú ert með þetta svona rafrænt að þú getur séð hvað kemur þarna inn og hvað fer út. Þannig að foreldrar geta fylgst með því en að sama skapi ertu líka að opna á leið til að greiða börnum,“ segir Hrefna. Foreldrar þurfi alltaf að spurja sig hvaða dyr þeir eru að opna út í heim þegar börn fá nýja tækni í hendurnar. Þá þurfi þeir að spurja sig hvort börnin hafi þroska til að höndla slík forrit. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera mjög vakandi fyrir og við þurfum að eiga samtal við börnin okkar um hvað þau eru að gera og ekki bara þegar eitthvað kemur upp heldur reglulega ræða við börnin,“ segir Hrefna. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Í gær sögðum við frá því að hátt í tíu mál hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegn um svokölluð greiðsluöpp í símanum. „Við höfum því mikið heyrt af þessari þróun að þetta sé eitthvað sem sé að færast í aukana og það hefur gerst bara um allan heim að svona vandamál tengd netinu hafa færst í aukana,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Samkvæmt upplýsingum frá ábendingalínu Barnaheilla bárust tvær tilkynning um slík mál í gegn um ábendingalínuna í desember. Í þeim málum var um erlenda aðila að ræða og greiðslurnar bárust í gegn um síðurnar Paypal og Webmoney. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að greiðslunar í málunum á borði lögreglu hafi borist í gegn um appið Aur. „Það eru ýmsar leiðir. Að vissu leyti má segja að það sé ákveðin kostur ef þú ert með þetta svona rafrænt að þú getur séð hvað kemur þarna inn og hvað fer út. Þannig að foreldrar geta fylgst með því en að sama skapi ertu líka að opna á leið til að greiða börnum,“ segir Hrefna. Foreldrar þurfi alltaf að spurja sig hvaða dyr þeir eru að opna út í heim þegar börn fá nýja tækni í hendurnar. Þá þurfi þeir að spurja sig hvort börnin hafi þroska til að höndla slík forrit. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera mjög vakandi fyrir og við þurfum að eiga samtal við börnin okkar um hvað þau eru að gera og ekki bara þegar eitthvað kemur upp heldur reglulega ræða við börnin,“ segir Hrefna.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01