Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Kolbeinn Tumi Daðason og Sylvía Hall skrifa 8. janúar 2021 07:01 Jóhannes við störf sem meðhöndlari. Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni og sagði fjölskipaður héraðsdómur Jóhannes ekki eiga sér neinar málsbætur. Konurnar hefðu leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun í samræmi við þá kvilla. Jóhannes hafi byggt upp meðferðartraust hjá konunum og þær verið grandalausar þegar þær lögðust fáklæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans. Hann hafi misnotað þetta traust með freklegum hætti þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurrar tengingar við þá stoðkerfismeðhöndlun sem þær þurftu og ákærði kunni skil á. Í ljósi þess að Jóhannes hefur ekki gerst sekur um brot sem skiptu máli í samhengi við þetta mál þótti fimm ára fangelsi hæfileg refsing. Verjandi Jóhannesar hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Réttargæslumaður varð að vitni Það var þann í október 2018 sem fyrst var greint frá því í Fréttablaðinu að karlmaður á fimmtugsaldri hefði verið kærður til lögreglu fyrir meint brot gegn nokkrum konum. Sigrún Jóhannesdóttir réttargæslumaður gætti hagsmuna kvennanna og leituðu fjölmargar til hennar. Úr varð að ellefu konur kærðu hann til lögreglu og ákvað ákæruvaldið að ákæra Jóhannes fyrir að hafa nauðgað fjórum kvennanna. Aðkoma Sigrúnar að málinu var deiluefni en Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar, hefur haldið því fram að hún sé hvatamaður að kærunum og hafi hvatt þær til að stíga fram. Fór svo að Sigrún, sem var réttargæslumaður kvennanna, var kölluð til sem vitni í málinu og tók Jóhannes S. Ólafsson, eiginmaður hennar, við hlutverki réttargæslumanns þriggja kvenna af fjórum. Dómurinn féllst ekki á athugasemdir verjanda Jóhannesar að um hópsefjun að frumkvæði Sigrúnar væri að ræða, eða að það hefði áhrif í málinu. Sannfærður um kynferðislegan áhuga Dómurinn í málinu hefur verið birtur á vefsíðu Héraðsdóms Reykjaness. Hann er ítarlegur eða upp á 73 blaðsíður. Öll málin eiga það sameiginlegt að þar stendur orð gegn orði. Lesa má í dómnum að Jóhannes hefur talið konur sem til hans leita spenntar fyrir sér og hafa kynferðislegan áhuga á honum. Hann hafi meðal annars hjálpað þeim að fá fullnægingu. Konurnar sem kærðu hann, og hann segir hafa daðrað við sig, þvertaka fyrir allt slíkt. Athygli vekur að á þeim tíma sem brotin áttu sér stað, sem Jóhannes útskýrir meðal annars með gagnkvæmum kynferðislegum áhuga sín og sjúklinga sinna, var Jóhannes giftur. Jóhannes Tryggvi og Hafþór Júlíus á nuddbekknum. Jóhannes hefur stundum verið kallaður stjörnunuddari án þess að vera menntaður nuddari. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar voru í meðferð hjá honum og má nefna Gunnar Nelson MMA-kappa, Hafþór Júlíus Björnsson kraftajötunn og Aron Jóhannsson knattspyrnukappa sem bar honum afar vel söguna. „Eftir tvær vikur hjá honum var hann búinn að hjálpa mér meira en allir aðrir í fimm mánuði. Ég kalla hann alltaf galdrakarlinn, en ég á honum mikið að þakka,“ sagði Aron í viðtali við Fréttablaðið árið 2016 eða tveimur árum áður en ásakanir á hendur honum rötuðu í fjölmiðla. Engin gögn um menntun Brotin áttu sér stað á árabilinu 2009 til 2015 og voru brotin með svipuðum hætti. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Fram hefur komið að Jóhannes er hvorki hnykkjari né sjúkranuddari en hefur notað orðið meðhöndlari. Í dómnum er ferill hans rakinn, eins og hann lýsir honum. Þó er tekið fram í dómnum að hann hafi ekki lagt fram nein gögn um námslok eða prófgráður né heldur lyktir neinna námskeiða. Fyrrverandi eiginkona hans segir hann hafa sótt „einhverja nuddtíma og Heller tækni“. Jóhannes segist hafa lært nudd við Naturmedicinske Kursuscenter í Kaupmannahöfn og eiga að baki 408 klukkustunda nám, sem hann segir hafa tekið um tvö ár. Hann kveðst hafa lært margvíslegar nuddaðferðir við meðhöndlun stoðkerfisvandamála, þar á meðal svokallaða Heller tækni, sem vakti athygli hans. Þá hefði hann einnig sótt verkleg námskeið á Spáni og meðal annars lært hnykkingar af naprapata. Vinur Jóhannesar sem bar vitni fyrir dómi sagði Jóhannes hafa tjáð sér að hann hefði kennt einni konunni, sem leitaði til hans vegna stoðkerfisvanda og síðar kærði hann fyrir nauðgun, að „skvörta“.Getty Í framhaldi byrjaði hann að þróa sínar eigin kenningar um hvernig best væri að meðhöndla stoðkerfisvandamál. Hann hefði unnið á nokkrum stöðum frá 2002-2005 og í framhaldinu hafið sjálfstæðan rekstur og haldið áfram að þróa sínar aðferðir. Árið 2013 stofnaði hann svo Postura meðhöndlunarstofuna. Samkvæmt heimasíðu Postura sérhæfir stofan sig í að leiðrétta líkamsstöðu viðskiptavina sinna og býður upp á meðferð sem felst í að styrkja líkamann með sérstökum teygjum og æfingum þar sem notast er við þyngdaraflið til að koma líkamanum aftur í náttúrulega stöðu sína, frjálsan frá sársauka. Ýmist gegnum leggöng eða endaþarm Jóhannes segist hafa undanfarna tvo áratugi sérhæft sig í stoðkerfismeðhöndlun og að í því felist háhraðahnykkingar og nudd, leiðrétting á stoðkerfi og líkamsstöðu, losun á bandvef og örvef, meðhöndlun á orkuflæði líkamans og losun á líkamsspennu. Í sumum tilvikum felist meðferð í því að fara inn í grind viðskiptavinarins, ýmist gegnum leggöng eða endaþarm og séu þá notaðir fingur, svo sem þegar lagfæra þarf bandvef í leggöngum eða rétta rófubein. Jóhannes segist hafa byrjað að þróa þessa innri meðferð 2009 eftir að osteópati hjálpaði eiginkonu hans við þungunarvanda, en í kjölfarið hafi hann byrjað að vinna með tíðaverki kvenna og móðurlífið almennt, meðal annars að losa um eggjastokka, ýmist utan frá eða gegnum leggöng. Hann kveðst í þessu sambandi hafa stúderað osteópatíu, horft á myndbönd og dregið mikinn lærdóm af, en auk þess sé hann góður í „anatómíunni“. Í framhaldi hafi hann byrjað að bjóða konum upp á innri meðferð og fljótlega spurst út að hann næði árangri. Fyrir dómi kvaðst Jóhannes ýmist hafa meðhöndlað um 50 konur eða hundruð kvenna með þessum hætti og sagði markmið meðferðar meðal annars að losa um örvef eða samgróninga í slímhúð, aðstoða konur með grindargliðnun í tengslum við meðgöngu og fæðingu og að hafa áhrif á „blokkerað hormónakerfi“ og ófrjósemi. Jóhannes sagði innri meðferð einnig góða til að hjálpa konum sem eiga í erfiðleikum með að fá fullnægingu og taldi upp, sem fleiri ástæður fyrir slíkri meðferð, kvartanir kvenna um sársauka við samfarir, þráláta verki í maga, bakflæði, hægðatregðu, kvartanir um „stutta öndun“ og að geta ekki pissað. Karlmenn einnig fengið innri meðferð Hann kvaðst einnig hafa veitt körlum innri meðferð, svo sem vegna vandamála frá blöðruhálskirtli og þvagblöðru og til að lagfæra skekkjur eða brot á rófubeini. Hann sagði engar reglur gilda um þá meðferð sem hann veitti og kvaðst ekki tilheyra neinni fagstétt eða fagfélagi á því sviði sem hann starfaði. Þá sagðist Jóhannes sjaldan hafa skráð sjúkrasögu eða meðferðaráætlun viðskiptavina á blað, þó gert það stundum, en þau blöð hafi bara safnast upp í bunka án þess að hann hefði not af þeim síðar. Fyrir dómi kvaðst hann aldrei hafa gefið sig út fyrir að vera annað en „stoðkerfismeðhöndlari“. Hann sagði að þótt hlutir standi ekki í bók þýði það ekki að þeir virki ekki. Aðalatriðið væri að fólki líði vel þegar það fer frá honum og segi næsta manni frá. Hann væri „svona last chance“ hjá fólki sem aðrir geti ekki hjálpað og búnir að gefast upp á. Sagður algjör töframaður Fyrsta konan og yngsta fórnarlambið kynntist Jóhannesi í gegnum samfélag sem foreldrar hennar og Jóhannes tilheyrðu og sneri að íþróttum. Móðir hennar hafði leitað til hans og sagt eins og fleiri að hann væri „algjör töframaður“. Hún taldi sig hafa farið til hans í 10-15 skipti frá því hún var fimmtán ára. Svo hafi hún leitað til hans þegar hún var orðin sautján ára og farið til hans á meðhöndlunarstofuna. Þeim bar saman um að hún hefði í eitt skipti lagst á nuddbekk hjá honum og hann í framhaldi nuddað kynfæri hennar. Um aðdragandann greindi verulega á milli í frásögn þeirra. Jóhannes sagði eiginlegri meðferð hafa verið löngu lokið þegar neisti hafi kviknað milli þeirra á djammi og þau ákveðið að hittast á meðhöndlunarstofunni. Dómurinn telur að konan hafi verið tvítug um þetta leyti en Jóhannes 38 ára. Jóhannes hefði ekki lýst neinum kossum eða umræðu um kynferðislegt samneyti áður en hún lagðist á nuddbekkinn. Framburður hans um ástríðufull SMS-skilaboð og hitting í kynferðislegum tilgangi í framhaldi nokkrum dögum síðar væri því með ólíkindablæ. Framburður konunnar hjá lögreglu og fyrir dómi var í fullu samræmi að öðru leyti en því hvort hún lá á bakinu eða maganum. Hún hefði átt erfitt með að greina frá atvikum fyrir dómi en framburður væri engu að síður skýr og stöðugur. Framburður Jóhannesar þótti ekki stöðugur og verulegt ósamræmi í honum. Fyrir dómi bættust við lýsingar um olíunudd og stunur konunnar sem báru þess merki, að mati dómsins, að Jóhannes væri að freista þess að fegra sinn hlut með að færa nuddið í erótískan búning. Þá þótti dómnum æri mótsagnakenndur að hann hefði hætt nuddi vegna athugasemda konunnar en engu að síður ætlað að athuga hvort hurðin að meðferðarherberginu væri læst. Jóhannes sagði eina konuna hafa daðrað við sig í gegn SMS-sendingar og kona hans staðfesti að hafa fyrirgefið honum slíkt daður á móti. Engin gögn staðfestu slíkar sendingar. Varðandi hve langur tími leið frá brotinu, árið 2010, og þar til konan kærði árið 2018 sagði konan að hún gæti ekki hugsað sér að slíkt spyrðist út í íþróttasamfélag sem þau tilheyrðu ásamt Jóhannesi. Hún hefði tekið loforð af móður sinni um að segja ekki frá. Hún hafi svo síðar séð nafnlausa umfjöllun um meðhöndlara og því ákveðið að leita réttar síns. Framburður konunnar átti sér stoð í dómsframburði móður hennar, sambýlismanns hennar og sálfræðings sem lýsti að ekkert annað en brot Jóhannesar hefðu getað útskýrt mikla vanlíðun og mjög alvarlega áfallastreitu. Jóhannes lýsti konunni sem frekju og svindlara fyrir dómi og að honum hefði aldrei líkað vel við hana. Hann hefði þó ekki getað útskýrt hvers vegna hún bæri þessar sakir upp á hana. Ósannfærandi framburður fyrrverandi eiginkonu hans og vinar um ætlaðar SMS-sendingar breyttu engu þar um. Dómurinn taldi ekkert fram komið í málinu sem gat gefið Jóhannesi réttmæta ástæðu fyrir að konan hefði verið samþykk kynferðismökum. Engu skipti þótt hún hefði ekki brugðist strax við verknaði hans með orðum eða athöfnum. Taldi brot Jóhannesar því sannað. Mætti með eiginmanni og barni Næsta fórnarlamb taldi brotið hafa átt sér stað árið 2010 eða 2011. Sú glímir við alvarlegan sjúkdóm og er auk þess slæm af vöðvabólgu og grindargliðnun. Jógakennari hafi mælt með meðhöndlaranum sem hafi farið á stofu hans ásamt eiginmanni og barni. Fyrst hafi eiginmaðurinn farið inn og hún í framhaldinu. Hún hafi legið á maganum íklædd buxum og nærbuxum. Hún hefði dregið buxurnar aðenis niður svo hann kæmist að efsta hluta mjaðmarbeinsins. Hún hefði gætt þess að draga þær ekki of langt niður því hún vildi ekki að meðferðaraðilar sæju í rassskoruna. Jóhannes hafi nuddað hana á því svæði en svo rennt annarri hendi inn fyrir buxur án þess að segja orð, farið með höndina á milli rasskinna og rennt fingri eða fingrum í leggöng. Konan sagðist hafa legið grafkyrr þegar þetta gerðist og ekki geta komið upp orði. Jóhannes hefði örskömmu síðar dregið fingur úr leggöngunum, hún þá risið af bekknum og verið á útleið þegar Jóhannes tjáði henni að hann hefði þurft að meðhöndla hana á þennan hátt. Þetta væri eini staðurinn sem hann hefði til að losa um streitu hjá henni. Konan lýsti því að hún hefði verið með nagandi samviskubit og liðið eins og hún hefði haldið fram hjá eiginmanni sínum. Hún hefði sent honum SMS og sagt hann hafa farið út fyrir öll mörk. Hún hefði spurt til baka hvort hún ætlaði að kæra hann. Hún hefði sagst ekki vita það en Jóhannes sagst myndu fremja sjálfsmorð ef hún kærði hann. Dómurinn mat framburð konunnar skýran og greinargóðan auk þess að vera á sama tíma varfærinn, yfirvegaður og laus við ýkjur og stóryrði. Hann væri trúverðugur einn og sér. Hið sama væri ekki hægt að segja um framburð Jóhannesar. Hjá lögreglu hefði hann sagst hafa verið með fingur í leggöngum hennar og unnið í að losa um liðbönd og festur í fjórar til fimm mínútur. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa farið eiginlega inn í leggöngin sjálf. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vísir/Vilhelm Þá þótti sérfróðum meðdómsmanni meðferðarlýsing Jóhannesar fráleit enda væru hvorki liðbönd né vöðvafestur í spöng kvenna. Það var álit dómsins að meðferðarlýsing Jóhannesar, hvort heldur hjá lögreglu eða fyrir dómi, væri þversagnakennd, órökræn og stangaðist á við grunnþekkingu á líffærafræði mjaðmagrindar og innri líffæra. Þannig einkenndist frásögn hans fyrir dómi af orðskrúði og frösum, sem hefðu enga merkingu í því samhengi sem þau væru sett fram í og bera vott um skort á staðgóðri þekkingu í grunnlíffærafræði. Var Jóhannes sakfelldur fyrir brot gegn konunni. „Eitthvað kynferðislegt í loftinu“ Þriðja konan hafði leitað til Jóhannesar vegna erfiðra bakmeiðsla sem hún glímdi við eftir bílslys og heimilisofbeldi. Áður en hún leitaði til hans hafði hún reynt „hvað hún gat“ til að koma sér aftur í stand, en meiðslin áttu það til að vera svo slæm að hún átti erfitt með gang og festirst oft í mjóbaki og mjaðmagrind. Það var kunningjakona hennar sem benti henni á Jóhannes og sagði hann vera mjög færan í sínu fagi. Fóru þær saman eftir lokun og hittu hann þar sem konan greindi frá meiðslum sínum og hvar hún þyrfti helst meðhöndlun. Í þessum fyrsta tíma nuddaði Jóhannes konuna og var kunningakonan viðstödd svo hún gæti lært af honum, enda sjálf nuddari. Beindist nuddið aðallega að mjóbaki, rassi og lærum og þótti kunningjakonunni það eðlilegt í ljósi meiðslanna. Fljótlega hafi nuddið orðið ákafara og „einhvern veginn kynferðislegra“. Alls kærðu ellefu konur Jóhannes fyrir kynferðisbrot. Fjögur málanna leiddu til ákæru. Enn fleiri konur settu sig í samband við réttargæslumann en ákváðu að kæra ekki.Getty Konan fór að efast um hvort meðferðin væri eðlileg í ljósi þessa en ákvað þó að þiggja nýjan tíma þar sem henni leið líkamlega vel. Báðar konurnar hafi þó skynjað eitthvað „kynferðislegt í loftinu“ líkt og segir í dómnum. Hún mætti tilhöfð í næsta tíma eftir að hafa verið í öðrum erindagjörðum fyrir tímann og sagðist Jóhannes hafa fengið athugasemd frá öðrum hnykkjara sem spurði „hvað hann myndi gera ef þetta stykki myndi mæta upp á bekkinn hans“. Hún hafi hlegið að því þegar Jóhannes minntist á þetta, enda vön slíkum athugasemdum. Þegar nuddið hófst fór það fljótlega að beinast að rassi hennar og síðar leggöngum. Hann hafi í framhaldinu farið með tvo fingur í leggöng hennar og sagt: „Vá, ég finn að þú ert að blotna“ og sagðist hún hafa frosið við þá athugasemd. Hún hafi jafnframt séð að Jóhannes var með standpínu á þeim tímapunkti, ákveðið að stoppa tímann og drífa sig út. Eftir nuddið upplifði konan mikla skömm og fannst hún vera „skítug“, en sama kvöld hafi Jóhannes sent henni SMS um að hann væri skilinn við eiginkonu sína og bauð henni að hitta sig á herbergi sem hann hafði pantað á Kex Hostel. Hún kvaðst ekki muna hvort hún hefði svarað, en það hefði þá verið neitandi. Fyrir dómi sagðist fyrrverandi eiginkona Jóhannesar hafa „hent honum út“ eftir að hafa heyrt af samskiptum hans við konuna. Þegar hún lýsti atvikum fyrir vinkonum sínum sagðist hún hafa lent í nuddara sem bauð upp á „happy ending“ nudd, en lýsti svo hræðslu sinni og óþægindum í kjölfarið. Hún kvaðst ekki hafa búið yfir nægum styrk til að stíga fram þar sem hún tengdi það við heimilisofbeldið sem hún varð fyrir, sem og kynferðisbrot sem hún sætti þegar hún var barn. Hún hafi ákveðið að leita réttar sín þegar hún frétti af öðrum brotum Jóhannesar. Í frásögn sinni sagði Jóhannes konuna hafa daðrað við sig og að fyrsti tíminn hafi ekki verið hluti af meðferð, bara „byggt upp kynorku“ milli þeirra. Hún hafi leitað aftur til hans og sagt fyrsta skiptið „geggjað“ og fullyrti Jóhannes að hittingar þeirra hafi bara verið kynferðislegi, frekar eins og stefnumót en meðferð. Hann hafi veitt henni „squirting fullnægingu“ og ekki fengið krónu fyrir. Konan var samkvæm sjálfri sér í framburði frá upphafi en frásögn Jóhannesar þótti misvísandi og óljós. Hann hafi fyrst sagt konuna hafa leitað til sín vegna tíða- og bakverkja, en síðar vegna fullnægingarvandamála. Fyrir dómi sagði hann svo konuna hafa leitað til sín vegna stoðkerfisvanda. Þótti framburður Jóhannesar svo ótrúverðugur að hann væri „að engu hafandi“ við úrlausn málsins. Það þótti sannað að Jóhannes hefði sett fingur í leggöng konunnar gegn vilja hennar og misnotað þannig það traust sem hún bar til hans með nuddara. Var Jóhannes fundinn sekur um nauðgun. Beðin um að lyfta mjöðmum upp og niður Fjórða konan var eitt sinn besta vinkona Jóhannesar og leitaði til hans árið 2015 eftir að hafa fengið högg á öxl og mjöðm. Hún sagðist hafa farið til hans þrisvar. Fyrsti tíminn hefði verið eðlilegur þar sem Jóhannes og aðstoðarmaður hefðu verið „að tosa og rétta“. Hún hefði fengið annan tíma skömmu síðar þar sem Jóhannes hefði beðið hana að fara úr sokkabuxunum því hann þyrfti að meðhöndla hana á bera húðina. Hún hefði aðeins verið í G-streng undir og fundist hann allt í einu ofsalega óþægilegur. Eftir tímann hefði hann horft á hana með „skítaglotti“ og bætt við að það væri hættulegt fyrir hann að vera í herbergi með henni eða hættulegt fyrir þau að vera svona saman. Hún hefði lokið við að klæða sig undir þessum ummælum, farið fram og ætlað að greiða fyrir tímann. Þá hefði Jóhannes sagt „við skrifum þennan bara á Guð“. Dómarinn var harðorður í garð Jóhannesar sem hefði misnotað traust kvennanna.Getty Í þriðja tímanum hafi hann nuddað hana á nárasvæðinu og beðið hana að lyfta mjöðmunum upp og niður. Hún hefði hlýtt þessu eins og fífl og fundið Jóhannes nudda lífbein hennar, við píku. Svo hefði hún fundið að önnur hönd hans var komin á hreyfingu í klofinu á henni og síðan fundið hann draga höndina út úr leggöngunum. Í framhaldi hafi hann sagt „ókei, þetta er fínt“. Hún hefði greitt tíu þúsund krónur fyrir tímann og aldrei farið aftur til hans. Konan sagðist hafa rætt við Sigrúnu Jóhannsdóttur lögmanni frá atvikinu. Þau hafi hvatt hana til að stofna nafnlausan Facebook-reikning, pósta inn í grúppur og athuga hvort fleiri hefðu lent í slíkri reynslu. Hún hefði þó ekki gert það. Skömmu síðar hafi vinkona hennar frétt af svipuðu máli og Sigrún haft samband og sagt aðra stelpu hafa leitað til hennar vegna Jóhannesar. Konan sagði það hafa gefið henni kjark að aðrar stelpur væru að starta þessu og hún ákveðið að gera það rétta og kæra ákærða. Enda væri hann „fokking ógeð, hann er pervert og ... ég borgaði honum fyrir að putta mig, basically“. Héraðsdómur taldi framburð konunnar fyrir dómi í fullu samræmi við frásögn hjá lögreglu. Framburður hennar væri skýr og greinargóður og á sama tíma laus við ýkjur og stóryrði. Jóhannes hefði hins vegar breytt framburði sínum. Jóhannes sagðist hafa fundið „bad vibe“ hjá konunni og passað sig sérstaklega á henni við meðhöndlun, að koma ekki nærri kynfærum hennar. Hann hefði fundið fyrir miklu daðri frá henni. Hjá lögreglu mundi Jóhannes lítið eftir meðferðinni en þegar meðferðarlýsing konunnar var borin undir hann, meðal annars að hún hefði legið á maganum, í nærbuxum og topp einum klæða, með hendur upp fyrir höfuð og lyft mjöðmum upp og niður á nuddbekknum, staðfesti hann þá lýsingu og taldi hana í stórum dráttum samrýmast hefðbundinni meðferð vegna stoðkerfiskvilla. Í framhaldi af því fór hann hjá lögreglu almennum orðum um það sem hann gæti hafa gert. Fyrir dómi kvað við annan tón hjá Jóhannesi. Þá gaf hann ítarlega lýsingu á þeirri meðferð sem hann veitti konunni í síðasta tímanum. Sagðist hafa í tímanum á undan sagst þurfa að fara „dýpra inn í kerfið“ til að losa um læsingar í mjaðmagrind og nár. Hann gæti þurft að fara mjög nálægt kynfærasvæði. Lýsti hann svo meðferðinni nánar í smáatriðum. Héraðsdómur taldi með ólíkindum að Jóhannes hefði ekkert munað eftir síðasta tímanum hjá lögreglu en getað greint ítarlega frá honum fyrir dómi. Hann hefði ekki haldið neina skrá um stoðkerfiskvilla konunnar og meðhöndlun sem hún fékk. Þetta bendi til þess að Jóhannes freisti þess að laga framburð sinn að frásögn konunnar, setja í meðferðarlegt samhengi og ljá trúverðugleikablæ. Var Jóhannes fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni. Me Too hafi vakið konur til umhugsunar Jóhannes hélt því fram í málsvörn sinni að kærur kvennanna væru falskar og afsprengi Me too hreyfingarinnar. Þá tengdist hún hópsefjun sem hafi risið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum með eða án aðkomu Sigrúnar Jóhannsdóttur lögmanns. Héraðsdómur segist ekki efast um að hreyfingin hafi vakið margar íslenskar konur til umhugsunar um stöðu sína gagnvart karlmönnum og þær leitt hugann að því hvort þær hafi sætt kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi, sem látið hafi verið átölulaust. Ekki sé ólíklegt að hreyfingin hafi orðið vitundarvakning fyrir þær fjölmörgu konur sem leituðu til Sigrúnar og lýstu samskiptum sínum við Jóhannes. Dómurinn taldi hins vegar ekkert fram komið um að Sigrún hefði haft áhrif á kæru kvennanna til lögreglu eða haft áhrif á frásögn þeirra. Þá lægi ekkert fyrir um tengsl kvennanna innbyrðis. Misnotað traust með freklegum hætti Sem fyrr segir var við ákvörðun refsingar Jóhannesar var litið til þess að hann hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi sem skipti máli í þessu máli. Sömuleiðis hve langt væri síðan brotin voru framin. Á hinn bóginn leit dómurinn til þess að hann væri sakfelldur fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn fjórum konum sem leituðu til hans vegna stoðkerfisvandamála og væntu þess að fá meðhöndlun í samræmi við þá kvilla. Jóhannes Sveinbjörnsson var sagður kvensamur af einum vini hans sem bar vitni fyrir dómi. Hann væri þó enginn „abuser“ og því ekki ástæða til að stórskaða mannorð hans og taka hann af lífi. Jóhannes hafi byggt sé upp meðferðartraust hjá konunum sem voru grandalausar þegar þær lögðust fáklæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans. Hann hafi misnotað þetta traust með freklegum hætti þegar hann rak fingur inn í leggöng kvennanna án nokkurrar tengingar við þá stoðkerfismeðhöndlun sem þær þurftu og hann kunni skil á. Brot Jóhannesar gegn ungri konu og konu með alvarlegan sjúkdóm þóttu sérlega ósvífin. Hann ætti sér engar málsbætur og þótti fimm ára fangelsi hæfileg refsing. Misháar miskabætur til fórnarlamba Konurnar fóru hver fyrir sig fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur. Leit dómurinn til þess að kynferðisbrot væru ávallt til þess fallin að valda þeim sem fyrir verða vanlíðan og sálrænu tjóni. Fyrsta konan glímir samkvæmt trúverðugri frásögn hennar, foreldra og sambýlismanns við verulega vanlíðan af völdum brots Jóhannesar. Vanlíðan einkennist af reiði, ótta, öryggisleysi, traustvandamálum, kvíða og þunglyndi. Þá glími hún samkvæmt greinargerð sálfræðings við víðtæk og alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Verjandi Jóhannesar vísaði til eldra kynferðisbrot gagnvart konunni og féllst dómarinn að ekki væri hægt að slá á föstu að hún hefði náð að vinna sig út úr því. Þó væri líklegt að afleiðingar af broti Jóhannesar væru alvarlegri. Þótti dómaranum 1,8 milljónir króna hæfilegar miskabætur. Önnur konan glímir við alvarlegan sjúkdóm og þarf sjúkraþjálfun og heilbrigðismeðferð það sem eftir er ævi hennar. Ekki lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um afleiðingar af háttsemi Jóhannesar. Hún hafi leitað til Jóhannesar vegna vanda síns og hann misnotað traust hennar og vakið með konunni skömm og vanlíðan sem hún hafi borið í mörg ár. Hún forðist karlkyns meðhöndlunaraðila vegna framferðis Jóhannesar. Voru miskabætur hennar ákvarðaðar 1,5 milljón króna. Þriðju konunni voru dæmdar einn milljón króna í miskabætur. Ekki þótti ástæða til að draga í efa orð hennar að brot Jóhannesar hefðu haft mikil áhrif á andlega líðan hennar og valdið því að hún kvíði enn að sækja heilbrigðisþjónustu hjá karlmönnum. Sömu sögu var að segja um fjórðu konuna sem fékk sömu upphæð í miskabætur. Þá var Jóhannes dæmdur til að greiða Steinbergi verjanda sínum 9,2 milljónir króna í málsvarnarlaun, um tvær milljónir króna til réttargæslumanna og vel á aðra milljón króna í sakarkostnað. Í fyrri útgáfu stóð að móðir eins fórnarlambsins hefði ekki viljað að málið spyrðist út í samfélagi sem fjölskyldan tilheyrði ásamt Jóhannesi. Hið rétta er að dóttirin vildi á þeim tíma ekki að málið spyrðist út. Fréttin hefur verið leiðrétt hvað þetta varðar. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir „Ég bjóst við sakfellingu“ Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. 6. janúar 2021 17:35 Jóhannes í Postura dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hefur sérhæft sig í meðferð við ýmsum stoðkerfisvandamálum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 eða 2010, 2010 eða 2011, 2011 og 2015. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu. 6. janúar 2021 12:56 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni og sagði fjölskipaður héraðsdómur Jóhannes ekki eiga sér neinar málsbætur. Konurnar hefðu leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun í samræmi við þá kvilla. Jóhannes hafi byggt upp meðferðartraust hjá konunum og þær verið grandalausar þegar þær lögðust fáklæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans. Hann hafi misnotað þetta traust með freklegum hætti þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurrar tengingar við þá stoðkerfismeðhöndlun sem þær þurftu og ákærði kunni skil á. Í ljósi þess að Jóhannes hefur ekki gerst sekur um brot sem skiptu máli í samhengi við þetta mál þótti fimm ára fangelsi hæfileg refsing. Verjandi Jóhannesar hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Réttargæslumaður varð að vitni Það var þann í október 2018 sem fyrst var greint frá því í Fréttablaðinu að karlmaður á fimmtugsaldri hefði verið kærður til lögreglu fyrir meint brot gegn nokkrum konum. Sigrún Jóhannesdóttir réttargæslumaður gætti hagsmuna kvennanna og leituðu fjölmargar til hennar. Úr varð að ellefu konur kærðu hann til lögreglu og ákvað ákæruvaldið að ákæra Jóhannes fyrir að hafa nauðgað fjórum kvennanna. Aðkoma Sigrúnar að málinu var deiluefni en Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar, hefur haldið því fram að hún sé hvatamaður að kærunum og hafi hvatt þær til að stíga fram. Fór svo að Sigrún, sem var réttargæslumaður kvennanna, var kölluð til sem vitni í málinu og tók Jóhannes S. Ólafsson, eiginmaður hennar, við hlutverki réttargæslumanns þriggja kvenna af fjórum. Dómurinn féllst ekki á athugasemdir verjanda Jóhannesar að um hópsefjun að frumkvæði Sigrúnar væri að ræða, eða að það hefði áhrif í málinu. Sannfærður um kynferðislegan áhuga Dómurinn í málinu hefur verið birtur á vefsíðu Héraðsdóms Reykjaness. Hann er ítarlegur eða upp á 73 blaðsíður. Öll málin eiga það sameiginlegt að þar stendur orð gegn orði. Lesa má í dómnum að Jóhannes hefur talið konur sem til hans leita spenntar fyrir sér og hafa kynferðislegan áhuga á honum. Hann hafi meðal annars hjálpað þeim að fá fullnægingu. Konurnar sem kærðu hann, og hann segir hafa daðrað við sig, þvertaka fyrir allt slíkt. Athygli vekur að á þeim tíma sem brotin áttu sér stað, sem Jóhannes útskýrir meðal annars með gagnkvæmum kynferðislegum áhuga sín og sjúklinga sinna, var Jóhannes giftur. Jóhannes Tryggvi og Hafþór Júlíus á nuddbekknum. Jóhannes hefur stundum verið kallaður stjörnunuddari án þess að vera menntaður nuddari. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar voru í meðferð hjá honum og má nefna Gunnar Nelson MMA-kappa, Hafþór Júlíus Björnsson kraftajötunn og Aron Jóhannsson knattspyrnukappa sem bar honum afar vel söguna. „Eftir tvær vikur hjá honum var hann búinn að hjálpa mér meira en allir aðrir í fimm mánuði. Ég kalla hann alltaf galdrakarlinn, en ég á honum mikið að þakka,“ sagði Aron í viðtali við Fréttablaðið árið 2016 eða tveimur árum áður en ásakanir á hendur honum rötuðu í fjölmiðla. Engin gögn um menntun Brotin áttu sér stað á árabilinu 2009 til 2015 og voru brotin með svipuðum hætti. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Fram hefur komið að Jóhannes er hvorki hnykkjari né sjúkranuddari en hefur notað orðið meðhöndlari. Í dómnum er ferill hans rakinn, eins og hann lýsir honum. Þó er tekið fram í dómnum að hann hafi ekki lagt fram nein gögn um námslok eða prófgráður né heldur lyktir neinna námskeiða. Fyrrverandi eiginkona hans segir hann hafa sótt „einhverja nuddtíma og Heller tækni“. Jóhannes segist hafa lært nudd við Naturmedicinske Kursuscenter í Kaupmannahöfn og eiga að baki 408 klukkustunda nám, sem hann segir hafa tekið um tvö ár. Hann kveðst hafa lært margvíslegar nuddaðferðir við meðhöndlun stoðkerfisvandamála, þar á meðal svokallaða Heller tækni, sem vakti athygli hans. Þá hefði hann einnig sótt verkleg námskeið á Spáni og meðal annars lært hnykkingar af naprapata. Vinur Jóhannesar sem bar vitni fyrir dómi sagði Jóhannes hafa tjáð sér að hann hefði kennt einni konunni, sem leitaði til hans vegna stoðkerfisvanda og síðar kærði hann fyrir nauðgun, að „skvörta“.Getty Í framhaldi byrjaði hann að þróa sínar eigin kenningar um hvernig best væri að meðhöndla stoðkerfisvandamál. Hann hefði unnið á nokkrum stöðum frá 2002-2005 og í framhaldinu hafið sjálfstæðan rekstur og haldið áfram að þróa sínar aðferðir. Árið 2013 stofnaði hann svo Postura meðhöndlunarstofuna. Samkvæmt heimasíðu Postura sérhæfir stofan sig í að leiðrétta líkamsstöðu viðskiptavina sinna og býður upp á meðferð sem felst í að styrkja líkamann með sérstökum teygjum og æfingum þar sem notast er við þyngdaraflið til að koma líkamanum aftur í náttúrulega stöðu sína, frjálsan frá sársauka. Ýmist gegnum leggöng eða endaþarm Jóhannes segist hafa undanfarna tvo áratugi sérhæft sig í stoðkerfismeðhöndlun og að í því felist háhraðahnykkingar og nudd, leiðrétting á stoðkerfi og líkamsstöðu, losun á bandvef og örvef, meðhöndlun á orkuflæði líkamans og losun á líkamsspennu. Í sumum tilvikum felist meðferð í því að fara inn í grind viðskiptavinarins, ýmist gegnum leggöng eða endaþarm og séu þá notaðir fingur, svo sem þegar lagfæra þarf bandvef í leggöngum eða rétta rófubein. Jóhannes segist hafa byrjað að þróa þessa innri meðferð 2009 eftir að osteópati hjálpaði eiginkonu hans við þungunarvanda, en í kjölfarið hafi hann byrjað að vinna með tíðaverki kvenna og móðurlífið almennt, meðal annars að losa um eggjastokka, ýmist utan frá eða gegnum leggöng. Hann kveðst í þessu sambandi hafa stúderað osteópatíu, horft á myndbönd og dregið mikinn lærdóm af, en auk þess sé hann góður í „anatómíunni“. Í framhaldi hafi hann byrjað að bjóða konum upp á innri meðferð og fljótlega spurst út að hann næði árangri. Fyrir dómi kvaðst Jóhannes ýmist hafa meðhöndlað um 50 konur eða hundruð kvenna með þessum hætti og sagði markmið meðferðar meðal annars að losa um örvef eða samgróninga í slímhúð, aðstoða konur með grindargliðnun í tengslum við meðgöngu og fæðingu og að hafa áhrif á „blokkerað hormónakerfi“ og ófrjósemi. Jóhannes sagði innri meðferð einnig góða til að hjálpa konum sem eiga í erfiðleikum með að fá fullnægingu og taldi upp, sem fleiri ástæður fyrir slíkri meðferð, kvartanir kvenna um sársauka við samfarir, þráláta verki í maga, bakflæði, hægðatregðu, kvartanir um „stutta öndun“ og að geta ekki pissað. Karlmenn einnig fengið innri meðferð Hann kvaðst einnig hafa veitt körlum innri meðferð, svo sem vegna vandamála frá blöðruhálskirtli og þvagblöðru og til að lagfæra skekkjur eða brot á rófubeini. Hann sagði engar reglur gilda um þá meðferð sem hann veitti og kvaðst ekki tilheyra neinni fagstétt eða fagfélagi á því sviði sem hann starfaði. Þá sagðist Jóhannes sjaldan hafa skráð sjúkrasögu eða meðferðaráætlun viðskiptavina á blað, þó gert það stundum, en þau blöð hafi bara safnast upp í bunka án þess að hann hefði not af þeim síðar. Fyrir dómi kvaðst hann aldrei hafa gefið sig út fyrir að vera annað en „stoðkerfismeðhöndlari“. Hann sagði að þótt hlutir standi ekki í bók þýði það ekki að þeir virki ekki. Aðalatriðið væri að fólki líði vel þegar það fer frá honum og segi næsta manni frá. Hann væri „svona last chance“ hjá fólki sem aðrir geti ekki hjálpað og búnir að gefast upp á. Sagður algjör töframaður Fyrsta konan og yngsta fórnarlambið kynntist Jóhannesi í gegnum samfélag sem foreldrar hennar og Jóhannes tilheyrðu og sneri að íþróttum. Móðir hennar hafði leitað til hans og sagt eins og fleiri að hann væri „algjör töframaður“. Hún taldi sig hafa farið til hans í 10-15 skipti frá því hún var fimmtán ára. Svo hafi hún leitað til hans þegar hún var orðin sautján ára og farið til hans á meðhöndlunarstofuna. Þeim bar saman um að hún hefði í eitt skipti lagst á nuddbekk hjá honum og hann í framhaldi nuddað kynfæri hennar. Um aðdragandann greindi verulega á milli í frásögn þeirra. Jóhannes sagði eiginlegri meðferð hafa verið löngu lokið þegar neisti hafi kviknað milli þeirra á djammi og þau ákveðið að hittast á meðhöndlunarstofunni. Dómurinn telur að konan hafi verið tvítug um þetta leyti en Jóhannes 38 ára. Jóhannes hefði ekki lýst neinum kossum eða umræðu um kynferðislegt samneyti áður en hún lagðist á nuddbekkinn. Framburður hans um ástríðufull SMS-skilaboð og hitting í kynferðislegum tilgangi í framhaldi nokkrum dögum síðar væri því með ólíkindablæ. Framburður konunnar hjá lögreglu og fyrir dómi var í fullu samræmi að öðru leyti en því hvort hún lá á bakinu eða maganum. Hún hefði átt erfitt með að greina frá atvikum fyrir dómi en framburður væri engu að síður skýr og stöðugur. Framburður Jóhannesar þótti ekki stöðugur og verulegt ósamræmi í honum. Fyrir dómi bættust við lýsingar um olíunudd og stunur konunnar sem báru þess merki, að mati dómsins, að Jóhannes væri að freista þess að fegra sinn hlut með að færa nuddið í erótískan búning. Þá þótti dómnum æri mótsagnakenndur að hann hefði hætt nuddi vegna athugasemda konunnar en engu að síður ætlað að athuga hvort hurðin að meðferðarherberginu væri læst. Jóhannes sagði eina konuna hafa daðrað við sig í gegn SMS-sendingar og kona hans staðfesti að hafa fyrirgefið honum slíkt daður á móti. Engin gögn staðfestu slíkar sendingar. Varðandi hve langur tími leið frá brotinu, árið 2010, og þar til konan kærði árið 2018 sagði konan að hún gæti ekki hugsað sér að slíkt spyrðist út í íþróttasamfélag sem þau tilheyrðu ásamt Jóhannesi. Hún hefði tekið loforð af móður sinni um að segja ekki frá. Hún hafi svo síðar séð nafnlausa umfjöllun um meðhöndlara og því ákveðið að leita réttar síns. Framburður konunnar átti sér stoð í dómsframburði móður hennar, sambýlismanns hennar og sálfræðings sem lýsti að ekkert annað en brot Jóhannesar hefðu getað útskýrt mikla vanlíðun og mjög alvarlega áfallastreitu. Jóhannes lýsti konunni sem frekju og svindlara fyrir dómi og að honum hefði aldrei líkað vel við hana. Hann hefði þó ekki getað útskýrt hvers vegna hún bæri þessar sakir upp á hana. Ósannfærandi framburður fyrrverandi eiginkonu hans og vinar um ætlaðar SMS-sendingar breyttu engu þar um. Dómurinn taldi ekkert fram komið í málinu sem gat gefið Jóhannesi réttmæta ástæðu fyrir að konan hefði verið samþykk kynferðismökum. Engu skipti þótt hún hefði ekki brugðist strax við verknaði hans með orðum eða athöfnum. Taldi brot Jóhannesar því sannað. Mætti með eiginmanni og barni Næsta fórnarlamb taldi brotið hafa átt sér stað árið 2010 eða 2011. Sú glímir við alvarlegan sjúkdóm og er auk þess slæm af vöðvabólgu og grindargliðnun. Jógakennari hafi mælt með meðhöndlaranum sem hafi farið á stofu hans ásamt eiginmanni og barni. Fyrst hafi eiginmaðurinn farið inn og hún í framhaldinu. Hún hafi legið á maganum íklædd buxum og nærbuxum. Hún hefði dregið buxurnar aðenis niður svo hann kæmist að efsta hluta mjaðmarbeinsins. Hún hefði gætt þess að draga þær ekki of langt niður því hún vildi ekki að meðferðaraðilar sæju í rassskoruna. Jóhannes hafi nuddað hana á því svæði en svo rennt annarri hendi inn fyrir buxur án þess að segja orð, farið með höndina á milli rasskinna og rennt fingri eða fingrum í leggöng. Konan sagðist hafa legið grafkyrr þegar þetta gerðist og ekki geta komið upp orði. Jóhannes hefði örskömmu síðar dregið fingur úr leggöngunum, hún þá risið af bekknum og verið á útleið þegar Jóhannes tjáði henni að hann hefði þurft að meðhöndla hana á þennan hátt. Þetta væri eini staðurinn sem hann hefði til að losa um streitu hjá henni. Konan lýsti því að hún hefði verið með nagandi samviskubit og liðið eins og hún hefði haldið fram hjá eiginmanni sínum. Hún hefði sent honum SMS og sagt hann hafa farið út fyrir öll mörk. Hún hefði spurt til baka hvort hún ætlaði að kæra hann. Hún hefði sagst ekki vita það en Jóhannes sagst myndu fremja sjálfsmorð ef hún kærði hann. Dómurinn mat framburð konunnar skýran og greinargóðan auk þess að vera á sama tíma varfærinn, yfirvegaður og laus við ýkjur og stóryrði. Hann væri trúverðugur einn og sér. Hið sama væri ekki hægt að segja um framburð Jóhannesar. Hjá lögreglu hefði hann sagst hafa verið með fingur í leggöngum hennar og unnið í að losa um liðbönd og festur í fjórar til fimm mínútur. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa farið eiginlega inn í leggöngin sjálf. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vísir/Vilhelm Þá þótti sérfróðum meðdómsmanni meðferðarlýsing Jóhannesar fráleit enda væru hvorki liðbönd né vöðvafestur í spöng kvenna. Það var álit dómsins að meðferðarlýsing Jóhannesar, hvort heldur hjá lögreglu eða fyrir dómi, væri þversagnakennd, órökræn og stangaðist á við grunnþekkingu á líffærafræði mjaðmagrindar og innri líffæra. Þannig einkenndist frásögn hans fyrir dómi af orðskrúði og frösum, sem hefðu enga merkingu í því samhengi sem þau væru sett fram í og bera vott um skort á staðgóðri þekkingu í grunnlíffærafræði. Var Jóhannes sakfelldur fyrir brot gegn konunni. „Eitthvað kynferðislegt í loftinu“ Þriðja konan hafði leitað til Jóhannesar vegna erfiðra bakmeiðsla sem hún glímdi við eftir bílslys og heimilisofbeldi. Áður en hún leitaði til hans hafði hún reynt „hvað hún gat“ til að koma sér aftur í stand, en meiðslin áttu það til að vera svo slæm að hún átti erfitt með gang og festirst oft í mjóbaki og mjaðmagrind. Það var kunningjakona hennar sem benti henni á Jóhannes og sagði hann vera mjög færan í sínu fagi. Fóru þær saman eftir lokun og hittu hann þar sem konan greindi frá meiðslum sínum og hvar hún þyrfti helst meðhöndlun. Í þessum fyrsta tíma nuddaði Jóhannes konuna og var kunningakonan viðstödd svo hún gæti lært af honum, enda sjálf nuddari. Beindist nuddið aðallega að mjóbaki, rassi og lærum og þótti kunningjakonunni það eðlilegt í ljósi meiðslanna. Fljótlega hafi nuddið orðið ákafara og „einhvern veginn kynferðislegra“. Alls kærðu ellefu konur Jóhannes fyrir kynferðisbrot. Fjögur málanna leiddu til ákæru. Enn fleiri konur settu sig í samband við réttargæslumann en ákváðu að kæra ekki.Getty Konan fór að efast um hvort meðferðin væri eðlileg í ljósi þessa en ákvað þó að þiggja nýjan tíma þar sem henni leið líkamlega vel. Báðar konurnar hafi þó skynjað eitthvað „kynferðislegt í loftinu“ líkt og segir í dómnum. Hún mætti tilhöfð í næsta tíma eftir að hafa verið í öðrum erindagjörðum fyrir tímann og sagðist Jóhannes hafa fengið athugasemd frá öðrum hnykkjara sem spurði „hvað hann myndi gera ef þetta stykki myndi mæta upp á bekkinn hans“. Hún hafi hlegið að því þegar Jóhannes minntist á þetta, enda vön slíkum athugasemdum. Þegar nuddið hófst fór það fljótlega að beinast að rassi hennar og síðar leggöngum. Hann hafi í framhaldinu farið með tvo fingur í leggöng hennar og sagt: „Vá, ég finn að þú ert að blotna“ og sagðist hún hafa frosið við þá athugasemd. Hún hafi jafnframt séð að Jóhannes var með standpínu á þeim tímapunkti, ákveðið að stoppa tímann og drífa sig út. Eftir nuddið upplifði konan mikla skömm og fannst hún vera „skítug“, en sama kvöld hafi Jóhannes sent henni SMS um að hann væri skilinn við eiginkonu sína og bauð henni að hitta sig á herbergi sem hann hafði pantað á Kex Hostel. Hún kvaðst ekki muna hvort hún hefði svarað, en það hefði þá verið neitandi. Fyrir dómi sagðist fyrrverandi eiginkona Jóhannesar hafa „hent honum út“ eftir að hafa heyrt af samskiptum hans við konuna. Þegar hún lýsti atvikum fyrir vinkonum sínum sagðist hún hafa lent í nuddara sem bauð upp á „happy ending“ nudd, en lýsti svo hræðslu sinni og óþægindum í kjölfarið. Hún kvaðst ekki hafa búið yfir nægum styrk til að stíga fram þar sem hún tengdi það við heimilisofbeldið sem hún varð fyrir, sem og kynferðisbrot sem hún sætti þegar hún var barn. Hún hafi ákveðið að leita réttar sín þegar hún frétti af öðrum brotum Jóhannesar. Í frásögn sinni sagði Jóhannes konuna hafa daðrað við sig og að fyrsti tíminn hafi ekki verið hluti af meðferð, bara „byggt upp kynorku“ milli þeirra. Hún hafi leitað aftur til hans og sagt fyrsta skiptið „geggjað“ og fullyrti Jóhannes að hittingar þeirra hafi bara verið kynferðislegi, frekar eins og stefnumót en meðferð. Hann hafi veitt henni „squirting fullnægingu“ og ekki fengið krónu fyrir. Konan var samkvæm sjálfri sér í framburði frá upphafi en frásögn Jóhannesar þótti misvísandi og óljós. Hann hafi fyrst sagt konuna hafa leitað til sín vegna tíða- og bakverkja, en síðar vegna fullnægingarvandamála. Fyrir dómi sagði hann svo konuna hafa leitað til sín vegna stoðkerfisvanda. Þótti framburður Jóhannesar svo ótrúverðugur að hann væri „að engu hafandi“ við úrlausn málsins. Það þótti sannað að Jóhannes hefði sett fingur í leggöng konunnar gegn vilja hennar og misnotað þannig það traust sem hún bar til hans með nuddara. Var Jóhannes fundinn sekur um nauðgun. Beðin um að lyfta mjöðmum upp og niður Fjórða konan var eitt sinn besta vinkona Jóhannesar og leitaði til hans árið 2015 eftir að hafa fengið högg á öxl og mjöðm. Hún sagðist hafa farið til hans þrisvar. Fyrsti tíminn hefði verið eðlilegur þar sem Jóhannes og aðstoðarmaður hefðu verið „að tosa og rétta“. Hún hefði fengið annan tíma skömmu síðar þar sem Jóhannes hefði beðið hana að fara úr sokkabuxunum því hann þyrfti að meðhöndla hana á bera húðina. Hún hefði aðeins verið í G-streng undir og fundist hann allt í einu ofsalega óþægilegur. Eftir tímann hefði hann horft á hana með „skítaglotti“ og bætt við að það væri hættulegt fyrir hann að vera í herbergi með henni eða hættulegt fyrir þau að vera svona saman. Hún hefði lokið við að klæða sig undir þessum ummælum, farið fram og ætlað að greiða fyrir tímann. Þá hefði Jóhannes sagt „við skrifum þennan bara á Guð“. Dómarinn var harðorður í garð Jóhannesar sem hefði misnotað traust kvennanna.Getty Í þriðja tímanum hafi hann nuddað hana á nárasvæðinu og beðið hana að lyfta mjöðmunum upp og niður. Hún hefði hlýtt þessu eins og fífl og fundið Jóhannes nudda lífbein hennar, við píku. Svo hefði hún fundið að önnur hönd hans var komin á hreyfingu í klofinu á henni og síðan fundið hann draga höndina út úr leggöngunum. Í framhaldi hafi hann sagt „ókei, þetta er fínt“. Hún hefði greitt tíu þúsund krónur fyrir tímann og aldrei farið aftur til hans. Konan sagðist hafa rætt við Sigrúnu Jóhannsdóttur lögmanni frá atvikinu. Þau hafi hvatt hana til að stofna nafnlausan Facebook-reikning, pósta inn í grúppur og athuga hvort fleiri hefðu lent í slíkri reynslu. Hún hefði þó ekki gert það. Skömmu síðar hafi vinkona hennar frétt af svipuðu máli og Sigrún haft samband og sagt aðra stelpu hafa leitað til hennar vegna Jóhannesar. Konan sagði það hafa gefið henni kjark að aðrar stelpur væru að starta þessu og hún ákveðið að gera það rétta og kæra ákærða. Enda væri hann „fokking ógeð, hann er pervert og ... ég borgaði honum fyrir að putta mig, basically“. Héraðsdómur taldi framburð konunnar fyrir dómi í fullu samræmi við frásögn hjá lögreglu. Framburður hennar væri skýr og greinargóður og á sama tíma laus við ýkjur og stóryrði. Jóhannes hefði hins vegar breytt framburði sínum. Jóhannes sagðist hafa fundið „bad vibe“ hjá konunni og passað sig sérstaklega á henni við meðhöndlun, að koma ekki nærri kynfærum hennar. Hann hefði fundið fyrir miklu daðri frá henni. Hjá lögreglu mundi Jóhannes lítið eftir meðferðinni en þegar meðferðarlýsing konunnar var borin undir hann, meðal annars að hún hefði legið á maganum, í nærbuxum og topp einum klæða, með hendur upp fyrir höfuð og lyft mjöðmum upp og niður á nuddbekknum, staðfesti hann þá lýsingu og taldi hana í stórum dráttum samrýmast hefðbundinni meðferð vegna stoðkerfiskvilla. Í framhaldi af því fór hann hjá lögreglu almennum orðum um það sem hann gæti hafa gert. Fyrir dómi kvað við annan tón hjá Jóhannesi. Þá gaf hann ítarlega lýsingu á þeirri meðferð sem hann veitti konunni í síðasta tímanum. Sagðist hafa í tímanum á undan sagst þurfa að fara „dýpra inn í kerfið“ til að losa um læsingar í mjaðmagrind og nár. Hann gæti þurft að fara mjög nálægt kynfærasvæði. Lýsti hann svo meðferðinni nánar í smáatriðum. Héraðsdómur taldi með ólíkindum að Jóhannes hefði ekkert munað eftir síðasta tímanum hjá lögreglu en getað greint ítarlega frá honum fyrir dómi. Hann hefði ekki haldið neina skrá um stoðkerfiskvilla konunnar og meðhöndlun sem hún fékk. Þetta bendi til þess að Jóhannes freisti þess að laga framburð sinn að frásögn konunnar, setja í meðferðarlegt samhengi og ljá trúverðugleikablæ. Var Jóhannes fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni. Me Too hafi vakið konur til umhugsunar Jóhannes hélt því fram í málsvörn sinni að kærur kvennanna væru falskar og afsprengi Me too hreyfingarinnar. Þá tengdist hún hópsefjun sem hafi risið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum með eða án aðkomu Sigrúnar Jóhannsdóttur lögmanns. Héraðsdómur segist ekki efast um að hreyfingin hafi vakið margar íslenskar konur til umhugsunar um stöðu sína gagnvart karlmönnum og þær leitt hugann að því hvort þær hafi sætt kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi, sem látið hafi verið átölulaust. Ekki sé ólíklegt að hreyfingin hafi orðið vitundarvakning fyrir þær fjölmörgu konur sem leituðu til Sigrúnar og lýstu samskiptum sínum við Jóhannes. Dómurinn taldi hins vegar ekkert fram komið um að Sigrún hefði haft áhrif á kæru kvennanna til lögreglu eða haft áhrif á frásögn þeirra. Þá lægi ekkert fyrir um tengsl kvennanna innbyrðis. Misnotað traust með freklegum hætti Sem fyrr segir var við ákvörðun refsingar Jóhannesar var litið til þess að hann hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi sem skipti máli í þessu máli. Sömuleiðis hve langt væri síðan brotin voru framin. Á hinn bóginn leit dómurinn til þess að hann væri sakfelldur fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn fjórum konum sem leituðu til hans vegna stoðkerfisvandamála og væntu þess að fá meðhöndlun í samræmi við þá kvilla. Jóhannes Sveinbjörnsson var sagður kvensamur af einum vini hans sem bar vitni fyrir dómi. Hann væri þó enginn „abuser“ og því ekki ástæða til að stórskaða mannorð hans og taka hann af lífi. Jóhannes hafi byggt sé upp meðferðartraust hjá konunum sem voru grandalausar þegar þær lögðust fáklæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans. Hann hafi misnotað þetta traust með freklegum hætti þegar hann rak fingur inn í leggöng kvennanna án nokkurrar tengingar við þá stoðkerfismeðhöndlun sem þær þurftu og hann kunni skil á. Brot Jóhannesar gegn ungri konu og konu með alvarlegan sjúkdóm þóttu sérlega ósvífin. Hann ætti sér engar málsbætur og þótti fimm ára fangelsi hæfileg refsing. Misháar miskabætur til fórnarlamba Konurnar fóru hver fyrir sig fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur. Leit dómurinn til þess að kynferðisbrot væru ávallt til þess fallin að valda þeim sem fyrir verða vanlíðan og sálrænu tjóni. Fyrsta konan glímir samkvæmt trúverðugri frásögn hennar, foreldra og sambýlismanns við verulega vanlíðan af völdum brots Jóhannesar. Vanlíðan einkennist af reiði, ótta, öryggisleysi, traustvandamálum, kvíða og þunglyndi. Þá glími hún samkvæmt greinargerð sálfræðings við víðtæk og alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Verjandi Jóhannesar vísaði til eldra kynferðisbrot gagnvart konunni og féllst dómarinn að ekki væri hægt að slá á föstu að hún hefði náð að vinna sig út úr því. Þó væri líklegt að afleiðingar af broti Jóhannesar væru alvarlegri. Þótti dómaranum 1,8 milljónir króna hæfilegar miskabætur. Önnur konan glímir við alvarlegan sjúkdóm og þarf sjúkraþjálfun og heilbrigðismeðferð það sem eftir er ævi hennar. Ekki lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um afleiðingar af háttsemi Jóhannesar. Hún hafi leitað til Jóhannesar vegna vanda síns og hann misnotað traust hennar og vakið með konunni skömm og vanlíðan sem hún hafi borið í mörg ár. Hún forðist karlkyns meðhöndlunaraðila vegna framferðis Jóhannesar. Voru miskabætur hennar ákvarðaðar 1,5 milljón króna. Þriðju konunni voru dæmdar einn milljón króna í miskabætur. Ekki þótti ástæða til að draga í efa orð hennar að brot Jóhannesar hefðu haft mikil áhrif á andlega líðan hennar og valdið því að hún kvíði enn að sækja heilbrigðisþjónustu hjá karlmönnum. Sömu sögu var að segja um fjórðu konuna sem fékk sömu upphæð í miskabætur. Þá var Jóhannes dæmdur til að greiða Steinbergi verjanda sínum 9,2 milljónir króna í málsvarnarlaun, um tvær milljónir króna til réttargæslumanna og vel á aðra milljón króna í sakarkostnað. Í fyrri útgáfu stóð að móðir eins fórnarlambsins hefði ekki viljað að málið spyrðist út í samfélagi sem fjölskyldan tilheyrði ásamt Jóhannesi. Hið rétta er að dóttirin vildi á þeim tíma ekki að málið spyrðist út. Fréttin hefur verið leiðrétt hvað þetta varðar.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir „Ég bjóst við sakfellingu“ Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. 6. janúar 2021 17:35 Jóhannes í Postura dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hefur sérhæft sig í meðferð við ýmsum stoðkerfisvandamálum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 eða 2010, 2010 eða 2011, 2011 og 2015. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu. 6. janúar 2021 12:56 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ég bjóst við sakfellingu“ Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. 6. janúar 2021 17:35
Jóhannes í Postura dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hefur sérhæft sig í meðferð við ýmsum stoðkerfisvandamálum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 eða 2010, 2010 eða 2011, 2011 og 2015. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu. 6. janúar 2021 12:56