„Ég bjóst við sakfellingu“ Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2021 17:35 Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar. Vísir/Arnar Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. „Þetta er rosalegur léttur og gleði þeirra megin að þetta hafi farið réttan veg,“ segir Jóhannes S. Ólafsson í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan hafi ekki komið honum á óvart, hún sé vel rökstudd og telur hann dóminn vera réttan miðað við það sem hann hafði lesið þegar fréttastofa náði tali af honum. Dóminn má lesa hér. „Ég bjóst svo sem ekki við neinum sérstökum árafjölda en ég bjóst við sakfellingu. Ég tel að dómurinn sé réttur og vel rökstuddur. Hann er langur og ég er ekki búinn að lesa hann allan, en miðað við það sem ég hef skimað yfir hann þá er hann vel rökstuddur og ég tel niðurstöðuna rétta.“ Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar Tryggva, sagði í samtali við fréttastofu í dag að dómnum hafði þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Hann væri hissa á niðurstöðu dómsins þar sem aðeins hafi verið orð gegn orði. Jóhannes segist ekki búast við því að niðurstaðan verði önnur í Landsrétti. „Það kemur mér ekki á óvart að þeir nýti réttinn til þess að áfrýja dómnum en ég býst ekki við því að Landsréttur geri neinar sérstakar breytingar, að minnsta kosti snúi honum ekki við.“ Fullyrðingar um samræmda framburði „úr lausu lofti gripnar“ Steinbergur hélt því fram að brotaþolar í málinu hefðu fundað með einhverjum hætti og samræmt framburði sína. Jóhannes segir það fjarri sannleikanum, hvorki brotaþolar né vitni kannist við slíka fundi. „Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið. Þeir héldu þessu fram fyrir dómi en það eru engin sönnunargögn sem styðja þetta. Það eru engir framburðir og hvorki brotaþolar né vitni í málinu kannast við þennan fund eða þessar staðhæfingar, og þeim var einfaldlega hafnað mjög afdráttarlaust af héraðsdómi í dag.“ Einkaréttarkröfur kvennanna hljóðuðuð hver og sig upp á 2,5 milljónir króna en þeim voru dæmdar bætur á bilinu ein milljón króna til 1,8 milljónir króna. Jóhannes kveðst sáttur við þá upphæð, þó vonir standi alltaf til þess að fá sem hæstar bætur fyrir umbjóðendur sína. „Auðvitað vill maður alltaf fá sem hæstar bætur fyrir sína umbjóðendur en í ljósi dómafordæma tel ég að þetta sé nærri lagi og frekar þá í hærri kantinum miðað við dómaframkvæmd, en þetta er sérstakt mál.“ Allar konurnar sögðust hafa glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar vegna málsins. Sú sem fékk hæstu bæturnar var talin hafa orðið fyrir meira tjóni en aðrir brotaþolar þar sem hún leitaði til Jóhannesar Tryggva vegna alvarlegra vandamála. „Í því tilviki var það svolítið sérstakt, en hún leitaði til þessa aðila vegna sérstakra sjúkdóma sem hún var með og það voru alvarlegir sjúkdómar. Það var talið hafa aukið tjón fyrir hana að það hafi gerst í slíkri meðferð.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir 23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00 Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
„Þetta er rosalegur léttur og gleði þeirra megin að þetta hafi farið réttan veg,“ segir Jóhannes S. Ólafsson í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan hafi ekki komið honum á óvart, hún sé vel rökstudd og telur hann dóminn vera réttan miðað við það sem hann hafði lesið þegar fréttastofa náði tali af honum. Dóminn má lesa hér. „Ég bjóst svo sem ekki við neinum sérstökum árafjölda en ég bjóst við sakfellingu. Ég tel að dómurinn sé réttur og vel rökstuddur. Hann er langur og ég er ekki búinn að lesa hann allan, en miðað við það sem ég hef skimað yfir hann þá er hann vel rökstuddur og ég tel niðurstöðuna rétta.“ Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar Tryggva, sagði í samtali við fréttastofu í dag að dómnum hafði þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Hann væri hissa á niðurstöðu dómsins þar sem aðeins hafi verið orð gegn orði. Jóhannes segist ekki búast við því að niðurstaðan verði önnur í Landsrétti. „Það kemur mér ekki á óvart að þeir nýti réttinn til þess að áfrýja dómnum en ég býst ekki við því að Landsréttur geri neinar sérstakar breytingar, að minnsta kosti snúi honum ekki við.“ Fullyrðingar um samræmda framburði „úr lausu lofti gripnar“ Steinbergur hélt því fram að brotaþolar í málinu hefðu fundað með einhverjum hætti og samræmt framburði sína. Jóhannes segir það fjarri sannleikanum, hvorki brotaþolar né vitni kannist við slíka fundi. „Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið. Þeir héldu þessu fram fyrir dómi en það eru engin sönnunargögn sem styðja þetta. Það eru engir framburðir og hvorki brotaþolar né vitni í málinu kannast við þennan fund eða þessar staðhæfingar, og þeim var einfaldlega hafnað mjög afdráttarlaust af héraðsdómi í dag.“ Einkaréttarkröfur kvennanna hljóðuðuð hver og sig upp á 2,5 milljónir króna en þeim voru dæmdar bætur á bilinu ein milljón króna til 1,8 milljónir króna. Jóhannes kveðst sáttur við þá upphæð, þó vonir standi alltaf til þess að fá sem hæstar bætur fyrir umbjóðendur sína. „Auðvitað vill maður alltaf fá sem hæstar bætur fyrir sína umbjóðendur en í ljósi dómafordæma tel ég að þetta sé nærri lagi og frekar þá í hærri kantinum miðað við dómaframkvæmd, en þetta er sérstakt mál.“ Allar konurnar sögðust hafa glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar vegna málsins. Sú sem fékk hæstu bæturnar var talin hafa orðið fyrir meira tjóni en aðrir brotaþolar þar sem hún leitaði til Jóhannesar Tryggva vegna alvarlegra vandamála. „Í því tilviki var það svolítið sérstakt, en hún leitaði til þessa aðila vegna sérstakra sjúkdóma sem hún var með og það voru alvarlegir sjúkdómar. Það var talið hafa aukið tjón fyrir hana að það hafi gerst í slíkri meðferð.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir 23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00 Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00
Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00
Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00