Jóhannes í Postura dæmdur í fimm ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2021 12:56 Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson við nuddbekkinn. Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hefur sérhæft sig í meðferð við ýmsum stoðkerfisvandamálum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 eða 2010, 2010 eða 2011, 2011 og 2015. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu. Brot Jóhannesar á konunum fjórum voru með svipuðum hætti en konurnar lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Þinghald í málinu var lokað en fréttastofa fékk niðurstöðuna staðfesta hjá málsaðilum að lokinni dómsuppkvaðningu. Jóhannes var sakfelldur í öllum ákæruliðum. Dóminn má lesa hér. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið fyrir hönd héraðssaksóknara, segir niðurstöðuna á pari við kröfur ákæruvaldsins. „Ég tel að þessi niðurstaða sé í samræmi við þær kröfur sem ákæruvaldið lagði fram í málinu en ég á eftir að fara yfir dóminn og skoða hann,“ segir Dagmar. Afar hissa og áfrýja Jóhannes var afar vinsæll í starfi sem meðhöndlari og leituðu margir til hans sem fengu ekki bót meina sinna við hefðbundna meðhöndlun við bakvandamálum og öðrum stoðkerfiskvillum. Hann rak fyrirtækið Postura og fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar nutu þjónustu hans. Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar, segist í samtali við fréttastofu afar hissa á niðurstöðu dómsins. Engin sönnunargögn hafi verið í málinu heldur aðeins staðið orð gegn orði. Hann hafi tjáð skjólstæðingi sínum um niðurstöðuna í málinu og hafi Jóhannes verið undrandi. Þeir hafi þegar áfrýjað dómnum til Landsréttar. „Þetta eru veruleg vonbrigði og kemur satt best að segja mjög á óvart,“ sagði Steinbergur skömmu eftir dómsuppkvaðninguna. Hann var þá ekki búinn að lesa dóminn en sagðist vona að hann byggði á lögfræði en ekki kröfu samfélagsins um að ná fram sakfellingum í nauðgunarmálum sem þessum. Telur konurnar hafa samræmt framburði sína „Þar sem einvörðungu orð gegn orði virðist vera til undirbyggingar á sakfellingu. í mínum huga voru ekki sannanir í þessu máli,“ segir Steinbergur. Vörnin hafi byggst á því að Jóhannes væri saklaus. Lagt hafi verið af stað með málið með mjög einkennilegum hætti þar sem réttargæslumaður hafi auglýst eftir brotaþolum Jóhannesar. „Ég tel að það hafi líka komið fram að framburður brotaþola hafi verið samræmdur. Þau hafi verið, eins og ég skildi það, á einhvers konar fundir þar sem fólk var að samræma þetta mál en í mínum huga er þetta allt hið einkennilegasta,“ segir Steinbergur sem á þó eftir að lesa dóminn. Steinbergur segir umbjóðanda sinn undrandi á niðurstöðunni. „Þetta er ekki í samræmi við það sem við lögðum upp með og hann er undrandi og svekktur.“ Dómsuppkvaðning var klukkan 12:50 í dag. Þinghald í málinu var lokað.Vísir/Vilhelm Ein kona lýsti því að Jóhannes hefði í eitt skipti árið 2009 eða 2010 nuddað kynfæri hennar utanklæða og svo farið með hönd sína inn fyrir nærbuxur hennar og nuddað kynfærin áfram. Svo hafi hann sett fingur inn í leggöng hennar henni að óvörum, eins og sagði í ákærunni. Önnur kona lýsti því að Jóhannes hefði í eitt skipti árið 2010 eða 2011 rennt hönd sinni milli rasskinna hennar og sett fingur í leggöng hennar, henni að óvörum. Þriðja konan sagði Jóhannes hafa árið 2011 káfað á kynfærum hennar áður en hann setti fingur inn í leggöng hennar og endaþarm. Fjórða konan sagði Jóhannes hafa brotið á sér í eitt skipti í mars eða apríl 2015 með því að káfa á kynfærum hennar og setja fingur inn í leggöng henni að óvörum. Mun fleiri konur kærðu Einkaréttarkröfur kvennanna hljóðuðuð hver og sig upp á 2,5 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru konunum dæmdar bætur á bilinu 1,1 milljón króna til 1,8 milljónir króna. Ellefu konur kærðu Jóhannes á sínum tíma til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að ákært var fyrir brot á fjórum konum. Fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma að við rannsókn lögreglu hafi meðal annars stuðst við mat tveggja sjúkranuddara. Í umfjöllun Fréttablaðsins um málið síðla árs 2018 vísaði Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar, ásökunum á hendur skjólstæðingi sínum á bug. Hann hefði starfað við sérhæfða líkamsmeðhöndlun í einn og hálfan áratug og fengið yfir fimmtíu þúsund heimsóknir frá ánægðum viðskiptavinum á öllum aldri og af báðum kynjum. Viðurkenndi á Facebook að hafa stungið fingri í leggöng Jóhannes tjáði sig um ásakanir á hendur sér á Facebook í janúar fyrir tveimur árum. Þar sagðist hann meðal annars hafa farið með fingur inn í leggöng konu en það hefði verið gert til að meðhöndla grindargliðnun. „Fólk er ekki mikið að pæla í að flestar þessar stelpur eiga sér allar sögur af misnotkun, allt annars staðar frá en mér,“ sagði Jóhannes meðal annars í færslunni. Þá hvatti hann fólk til að dæma ekki fyrir fram. „Ég hef nú fengið að finna fyrir þokkalegum skít frá þjóðfélaginu síðustu mánuði og dæmdur af dómstólum götunnar. Mér var alltaf kennt að dæma ekki það sem ég þekkti ekki eða kæmi ekki við, sem var bara gott og ég skipti mér ekki af annarra málum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum Karlmaður á fimmtugsaldri, sem veitti meðferð við stoðkerfisvanda, hefur verði ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum konum. 7. júlí 2020 07:13 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Brot Jóhannesar á konunum fjórum voru með svipuðum hætti en konurnar lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Þinghald í málinu var lokað en fréttastofa fékk niðurstöðuna staðfesta hjá málsaðilum að lokinni dómsuppkvaðningu. Jóhannes var sakfelldur í öllum ákæruliðum. Dóminn má lesa hér. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið fyrir hönd héraðssaksóknara, segir niðurstöðuna á pari við kröfur ákæruvaldsins. „Ég tel að þessi niðurstaða sé í samræmi við þær kröfur sem ákæruvaldið lagði fram í málinu en ég á eftir að fara yfir dóminn og skoða hann,“ segir Dagmar. Afar hissa og áfrýja Jóhannes var afar vinsæll í starfi sem meðhöndlari og leituðu margir til hans sem fengu ekki bót meina sinna við hefðbundna meðhöndlun við bakvandamálum og öðrum stoðkerfiskvillum. Hann rak fyrirtækið Postura og fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar nutu þjónustu hans. Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar, segist í samtali við fréttastofu afar hissa á niðurstöðu dómsins. Engin sönnunargögn hafi verið í málinu heldur aðeins staðið orð gegn orði. Hann hafi tjáð skjólstæðingi sínum um niðurstöðuna í málinu og hafi Jóhannes verið undrandi. Þeir hafi þegar áfrýjað dómnum til Landsréttar. „Þetta eru veruleg vonbrigði og kemur satt best að segja mjög á óvart,“ sagði Steinbergur skömmu eftir dómsuppkvaðninguna. Hann var þá ekki búinn að lesa dóminn en sagðist vona að hann byggði á lögfræði en ekki kröfu samfélagsins um að ná fram sakfellingum í nauðgunarmálum sem þessum. Telur konurnar hafa samræmt framburði sína „Þar sem einvörðungu orð gegn orði virðist vera til undirbyggingar á sakfellingu. í mínum huga voru ekki sannanir í þessu máli,“ segir Steinbergur. Vörnin hafi byggst á því að Jóhannes væri saklaus. Lagt hafi verið af stað með málið með mjög einkennilegum hætti þar sem réttargæslumaður hafi auglýst eftir brotaþolum Jóhannesar. „Ég tel að það hafi líka komið fram að framburður brotaþola hafi verið samræmdur. Þau hafi verið, eins og ég skildi það, á einhvers konar fundir þar sem fólk var að samræma þetta mál en í mínum huga er þetta allt hið einkennilegasta,“ segir Steinbergur sem á þó eftir að lesa dóminn. Steinbergur segir umbjóðanda sinn undrandi á niðurstöðunni. „Þetta er ekki í samræmi við það sem við lögðum upp með og hann er undrandi og svekktur.“ Dómsuppkvaðning var klukkan 12:50 í dag. Þinghald í málinu var lokað.Vísir/Vilhelm Ein kona lýsti því að Jóhannes hefði í eitt skipti árið 2009 eða 2010 nuddað kynfæri hennar utanklæða og svo farið með hönd sína inn fyrir nærbuxur hennar og nuddað kynfærin áfram. Svo hafi hann sett fingur inn í leggöng hennar henni að óvörum, eins og sagði í ákærunni. Önnur kona lýsti því að Jóhannes hefði í eitt skipti árið 2010 eða 2011 rennt hönd sinni milli rasskinna hennar og sett fingur í leggöng hennar, henni að óvörum. Þriðja konan sagði Jóhannes hafa árið 2011 káfað á kynfærum hennar áður en hann setti fingur inn í leggöng hennar og endaþarm. Fjórða konan sagði Jóhannes hafa brotið á sér í eitt skipti í mars eða apríl 2015 með því að káfa á kynfærum hennar og setja fingur inn í leggöng henni að óvörum. Mun fleiri konur kærðu Einkaréttarkröfur kvennanna hljóðuðuð hver og sig upp á 2,5 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru konunum dæmdar bætur á bilinu 1,1 milljón króna til 1,8 milljónir króna. Ellefu konur kærðu Jóhannes á sínum tíma til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að ákært var fyrir brot á fjórum konum. Fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma að við rannsókn lögreglu hafi meðal annars stuðst við mat tveggja sjúkranuddara. Í umfjöllun Fréttablaðsins um málið síðla árs 2018 vísaði Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar, ásökunum á hendur skjólstæðingi sínum á bug. Hann hefði starfað við sérhæfða líkamsmeðhöndlun í einn og hálfan áratug og fengið yfir fimmtíu þúsund heimsóknir frá ánægðum viðskiptavinum á öllum aldri og af báðum kynjum. Viðurkenndi á Facebook að hafa stungið fingri í leggöng Jóhannes tjáði sig um ásakanir á hendur sér á Facebook í janúar fyrir tveimur árum. Þar sagðist hann meðal annars hafa farið með fingur inn í leggöng konu en það hefði verið gert til að meðhöndla grindargliðnun. „Fólk er ekki mikið að pæla í að flestar þessar stelpur eiga sér allar sögur af misnotkun, allt annars staðar frá en mér,“ sagði Jóhannes meðal annars í færslunni. Þá hvatti hann fólk til að dæma ekki fyrir fram. „Ég hef nú fengið að finna fyrir þokkalegum skít frá þjóðfélaginu síðustu mánuði og dæmdur af dómstólum götunnar. Mér var alltaf kennt að dæma ekki það sem ég þekkti ekki eða kæmi ekki við, sem var bara gott og ég skipti mér ekki af annarra málum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum Karlmaður á fimmtugsaldri, sem veitti meðferð við stoðkerfisvanda, hefur verði ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum konum. 7. júlí 2020 07:13 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum Karlmaður á fimmtugsaldri, sem veitti meðferð við stoðkerfisvanda, hefur verði ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum konum. 7. júlí 2020 07:13