Vöknuðu við mikinn hvell og glerbrot um öll gólf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 14:31 Grjótið skildi eftir sig stærðarinnar gat á rúðunni. Mynd/Haukur Már Haukur Már Haraldsson, íbúi í Víkurhverfi í Grafarvogi og eiginkona hans, vöknuðu upp af værum svefni í nótt við mikinn hvell. Einhver hafði kastað grjóthnullungi í gegn um rúðuna í stofuglugganum á íbúð þeirra sem er á annarri hæð. Haukur greinir frá þessari miður skemmtilegu lífsreynslu á Facebook í dag en í samtali við Vísi segist hann ekki hafa minnsta grun um hver kunni að hafa verið að verki. „Ekki nokkurn grun. Hér er sko ekki nein óvinátta við einn eða neinn,“ segir Haukur. „Við vöknuðum hjónin við sprengingu um hálf fjögur leytið og ég var nú reyndar ekki með heyrnartækin en það var frúin, hún heyrði glerbrot hrynja. Við héldum að það hefði bara mynd dottið af vegg eða eitthvað svoleiðis en svo þegar ég fór fram þá var stórefnis gat á rúðunni, glerbrot um öll gólf og leifar af nokkrum smásteinum á gólfinu líka,“ útskýrir Haukur. Grjótið virðist hafa brotnað þegar hnullungurinn var kominn inn um rúðuna.Mynd/Haukur Már „Það er engu líkara en að þeir hafi hent stóru grjóti sem hefur síðan brotnað þegar það kom inn,“ segir Haukur. Þau hringdu strax á lögregluna sem kom í hvelli og kallaði til smið sem kom og lokaði glugganum með viðarplötu. „Það hefur tekið langan tíma að ryksuga og sópa það sem var á gólfinu,“ segir Haukur en glerbrot úr brotinni rúðunni dreifðust út um allt gólf líkt og sjá má að meðfylgjandi myndum. Haukur segir ljóst að grjótinu hafi verið kastað af miklum krafti. „Ég er alveg hissa á því hvernig hefur verið hægt að gera þetta í raun og veru. Því við erum á annarri hæð og það helvíti mikið afl til að gera þetta. Þetta er enginn krakkaskratti sem gerir þetta,“ segir Haukur sem ber sig nokkuð vel þrátt fyrir þessa leiðinlegu lífsreynslu. Kertastjakinn hafði oltið um koll og glerbrot voru um öll gólf.Mynd/Haukur Már Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóra peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Haukur greinir frá þessari miður skemmtilegu lífsreynslu á Facebook í dag en í samtali við Vísi segist hann ekki hafa minnsta grun um hver kunni að hafa verið að verki. „Ekki nokkurn grun. Hér er sko ekki nein óvinátta við einn eða neinn,“ segir Haukur. „Við vöknuðum hjónin við sprengingu um hálf fjögur leytið og ég var nú reyndar ekki með heyrnartækin en það var frúin, hún heyrði glerbrot hrynja. Við héldum að það hefði bara mynd dottið af vegg eða eitthvað svoleiðis en svo þegar ég fór fram þá var stórefnis gat á rúðunni, glerbrot um öll gólf og leifar af nokkrum smásteinum á gólfinu líka,“ útskýrir Haukur. Grjótið virðist hafa brotnað þegar hnullungurinn var kominn inn um rúðuna.Mynd/Haukur Már „Það er engu líkara en að þeir hafi hent stóru grjóti sem hefur síðan brotnað þegar það kom inn,“ segir Haukur. Þau hringdu strax á lögregluna sem kom í hvelli og kallaði til smið sem kom og lokaði glugganum með viðarplötu. „Það hefur tekið langan tíma að ryksuga og sópa það sem var á gólfinu,“ segir Haukur en glerbrot úr brotinni rúðunni dreifðust út um allt gólf líkt og sjá má að meðfylgjandi myndum. Haukur segir ljóst að grjótinu hafi verið kastað af miklum krafti. „Ég er alveg hissa á því hvernig hefur verið hægt að gera þetta í raun og veru. Því við erum á annarri hæð og það helvíti mikið afl til að gera þetta. Þetta er enginn krakkaskratti sem gerir þetta,“ segir Haukur sem ber sig nokkuð vel þrátt fyrir þessa leiðinlegu lífsreynslu. Kertastjakinn hafði oltið um koll og glerbrot voru um öll gólf.Mynd/Haukur Már
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóra peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira