Vöknuðu við mikinn hvell og glerbrot um öll gólf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 14:31 Grjótið skildi eftir sig stærðarinnar gat á rúðunni. Mynd/Haukur Már Haukur Már Haraldsson, íbúi í Víkurhverfi í Grafarvogi og eiginkona hans, vöknuðu upp af værum svefni í nótt við mikinn hvell. Einhver hafði kastað grjóthnullungi í gegn um rúðuna í stofuglugganum á íbúð þeirra sem er á annarri hæð. Haukur greinir frá þessari miður skemmtilegu lífsreynslu á Facebook í dag en í samtali við Vísi segist hann ekki hafa minnsta grun um hver kunni að hafa verið að verki. „Ekki nokkurn grun. Hér er sko ekki nein óvinátta við einn eða neinn,“ segir Haukur. „Við vöknuðum hjónin við sprengingu um hálf fjögur leytið og ég var nú reyndar ekki með heyrnartækin en það var frúin, hún heyrði glerbrot hrynja. Við héldum að það hefði bara mynd dottið af vegg eða eitthvað svoleiðis en svo þegar ég fór fram þá var stórefnis gat á rúðunni, glerbrot um öll gólf og leifar af nokkrum smásteinum á gólfinu líka,“ útskýrir Haukur. Grjótið virðist hafa brotnað þegar hnullungurinn var kominn inn um rúðuna.Mynd/Haukur Már „Það er engu líkara en að þeir hafi hent stóru grjóti sem hefur síðan brotnað þegar það kom inn,“ segir Haukur. Þau hringdu strax á lögregluna sem kom í hvelli og kallaði til smið sem kom og lokaði glugganum með viðarplötu. „Það hefur tekið langan tíma að ryksuga og sópa það sem var á gólfinu,“ segir Haukur en glerbrot úr brotinni rúðunni dreifðust út um allt gólf líkt og sjá má að meðfylgjandi myndum. Haukur segir ljóst að grjótinu hafi verið kastað af miklum krafti. „Ég er alveg hissa á því hvernig hefur verið hægt að gera þetta í raun og veru. Því við erum á annarri hæð og það helvíti mikið afl til að gera þetta. Þetta er enginn krakkaskratti sem gerir þetta,“ segir Haukur sem ber sig nokkuð vel þrátt fyrir þessa leiðinlegu lífsreynslu. Kertastjakinn hafði oltið um koll og glerbrot voru um öll gólf.Mynd/Haukur Már Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sjá meira
Haukur greinir frá þessari miður skemmtilegu lífsreynslu á Facebook í dag en í samtali við Vísi segist hann ekki hafa minnsta grun um hver kunni að hafa verið að verki. „Ekki nokkurn grun. Hér er sko ekki nein óvinátta við einn eða neinn,“ segir Haukur. „Við vöknuðum hjónin við sprengingu um hálf fjögur leytið og ég var nú reyndar ekki með heyrnartækin en það var frúin, hún heyrði glerbrot hrynja. Við héldum að það hefði bara mynd dottið af vegg eða eitthvað svoleiðis en svo þegar ég fór fram þá var stórefnis gat á rúðunni, glerbrot um öll gólf og leifar af nokkrum smásteinum á gólfinu líka,“ útskýrir Haukur. Grjótið virðist hafa brotnað þegar hnullungurinn var kominn inn um rúðuna.Mynd/Haukur Már „Það er engu líkara en að þeir hafi hent stóru grjóti sem hefur síðan brotnað þegar það kom inn,“ segir Haukur. Þau hringdu strax á lögregluna sem kom í hvelli og kallaði til smið sem kom og lokaði glugganum með viðarplötu. „Það hefur tekið langan tíma að ryksuga og sópa það sem var á gólfinu,“ segir Haukur en glerbrot úr brotinni rúðunni dreifðust út um allt gólf líkt og sjá má að meðfylgjandi myndum. Haukur segir ljóst að grjótinu hafi verið kastað af miklum krafti. „Ég er alveg hissa á því hvernig hefur verið hægt að gera þetta í raun og veru. Því við erum á annarri hæð og það helvíti mikið afl til að gera þetta. Þetta er enginn krakkaskratti sem gerir þetta,“ segir Haukur sem ber sig nokkuð vel þrátt fyrir þessa leiðinlegu lífsreynslu. Kertastjakinn hafði oltið um koll og glerbrot voru um öll gólf.Mynd/Haukur Már
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sjá meira