„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 16:04 Aron var búinn að skora þrjú mörk í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. vísir/getty Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira