Drepast kvalafullum dauðdaga vegna olíumengunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:05 Þessa mynd af hræjunum birti Náttúrustofa Suðurlands á Facebook-síðu sinni í gær. Náttúrustofa Suðurlands Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ. Á nesinu fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum að því er segir í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofunnar, en einnig af langvíu og álku að því er fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Af þeim 27 fuglum sem fundust dauðir voru 14 fuglar olíubornir, líklega af svartolíu, en svartolíublautir fuglar hafa fundist á fleiri stöðum á strönd Heimaeyjar og einnig við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að sýni úr olíunni veðri send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr fugli sem var blautur vegna olíu og fannst í Reynisfjöru var greint og reyndist það svartolía líkt og seld er hér. Að sögn Erps notar enginn slíka olíu í dag nema farmskip. Ein tilgátan er sú að svartolían kunni að koma úr sokknu skipsflaki austan við Vestmannaeyjar og berist með straumnum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast af olíunni halda sig mest við ströndina, líkt og raunin er með æðarfuglinn.. „Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið. Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ. Á nesinu fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum að því er segir í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofunnar, en einnig af langvíu og álku að því er fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Af þeim 27 fuglum sem fundust dauðir voru 14 fuglar olíubornir, líklega af svartolíu, en svartolíublautir fuglar hafa fundist á fleiri stöðum á strönd Heimaeyjar og einnig við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að sýni úr olíunni veðri send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr fugli sem var blautur vegna olíu og fannst í Reynisfjöru var greint og reyndist það svartolía líkt og seld er hér. Að sögn Erps notar enginn slíka olíu í dag nema farmskip. Ein tilgátan er sú að svartolían kunni að koma úr sokknu skipsflaki austan við Vestmannaeyjar og berist með straumnum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast af olíunni halda sig mest við ströndina, líkt og raunin er með æðarfuglinn.. „Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið.
Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira