Fótbolti

Neymar og félagar sófameistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paris Saint-Germain hefur haft mikla yfirburði í franska boltanum undanfarin ár.
Paris Saint-Germain hefur haft mikla yfirburði í franska boltanum undanfarin ár. vísir/getty

Paris Saint-Germain hafa verið krýndir franskir meistarar. Þetta er þriðja árið í röð sem PSG vinnur franska meistaratitilinn og í sjöunda sinn á síðustu átta árum.

Paris Saint-Germain var með tólf stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þá áttu liðin 10-11 leiki eftir.

Á þriðjudaginn var ljóst að keppni í frönsku deildinni færi ekki af stað á ný á þessu tímabili og nú hafa PSG verið krýndir meistarar.

Parísarliðið vantar nú aðeins einn meistaratitil í viðbót til að jafna met Saint-Étienne sem varð tíu sinnum franskur meistari á sínum tíma.

Amiens og Toulouse falla úr frönsku úrvalsdeildinni og Lorient og Lens taka sæti þeirra. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon enduðu í 16. sæti úrvalsdeildarinnar og leika því áfram þar á næsta tímabili. Franska deildin hefur frest til 25. maí til að tilkynna UEFA hvaða lið komast í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina.

Frakkar fóru aðra leið við uppgjör tímabilsins en Hollendingar, hin stóra fótboltaþjóðin í Evrópu sem hefur flautað keppni af vegna kórónuveirufaraldursins. Í Hollandi var ekkert lið krýnt meistari, ekkert lið féll og ekkert lið fór upp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×