„Stundum tölum við um Covid-byltinguna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 14:35 Hildur Ingvarsdóttir er skólameistari Tækniskólans. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira