Óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki alltaf fylgt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:19 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Friðrik Þór Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira