Íslenski boltinn

Aron á leið á Hlíðarenda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron í leik með Breiðabliki á síðasta tímabili.
Aron í leik með Breiðabliki á síðasta tímabili. vísir/bára

Fótboltamaðurinn Aron Bjarnason er á förum frá Újpest í Ungverjalandi og mun ganga í raðir Vals. Þetta herma heimildir 433.is.

Aron gekk til liðs við Újpest frá Breiðabliki síðasta sumar. Hann lék átján leiki með ungverska liðinu og skoraði tvö mörk.

Aron, sem er 24 ára kantmaður, hóf ferilinn með Þrótti. Hann hefur einnig leikið með Fram, ÍBV og Breiðabliki hér á landi. Hann hefur leikið 113 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 24 mörk. Aron varð bikarmeistari með Fram 2013.

Valsmenn ætla sér stóra hluti í sumar og stefna á að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lent í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra.

Valur hefur einnig fengið Birki Heimisson frá Heerenveen í Hollandi og Magnús Egilsson frá HB í Færeyjum. Þar lék hann undir stjórn Heimis Guðjónssonar sem tók við Val í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×