Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. apríl 2020 07:45 Airbus A380. Vísir/AP Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði Airbus um 481 milljónum evra, eða um 77 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið þurft að taka milljarða evra lán, auk þess sem starfsfólki hefur verið sagt upp eða sent í launalaust leyfi. Faury segir að þegar dregið verði úr þeim ferðatakmörkunum sem ríki nú víða um heim, verði samt erfitt að sannfæra fólk um að ferðast með flugfélögum. Sjálfur kveðst hann ekki viss um hversu langan tíma það muni taka. „Við erum í alvarlegustu krísu sem flugbransinn hefur staðið frammi fyrir. Nú þurfum við að vinna saman sem starfsgrein og endurheimta traust farþega á flugferðalögum, á sama tíma og við lærum að lifa með þessum heimsfaraldri.“ Hlutabréf í Airbus og Boeing, helsta keppinaut þeirra, hafa lækkað um 60 prósent á þessu ári. Flugfélög heims, helstu viðskiptavinir flugvélaframleiðenda, hafa þurft að draga verulega úr starfsemi sinni til þess að eygja von um að komast hjá gjaldþroti. Dæmi um slíkar aðgerðir er að finna hér á landi, en í gær sagði Icelandair upp meira en 2000 starfsmönnum sínum. Yfirmenn hjá Airbus hafa lýst því yfir að þeir voni að afhending þeirra flugvéla sem dróst vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að gefa út áætlun þess efnis þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar í heiminum er enn í fullum gangi og ríkisstjórnir heims hafa margar hverjar ekki viljað aflétta ferðatakmörkunum. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbus Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði Airbus um 481 milljónum evra, eða um 77 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið þurft að taka milljarða evra lán, auk þess sem starfsfólki hefur verið sagt upp eða sent í launalaust leyfi. Faury segir að þegar dregið verði úr þeim ferðatakmörkunum sem ríki nú víða um heim, verði samt erfitt að sannfæra fólk um að ferðast með flugfélögum. Sjálfur kveðst hann ekki viss um hversu langan tíma það muni taka. „Við erum í alvarlegustu krísu sem flugbransinn hefur staðið frammi fyrir. Nú þurfum við að vinna saman sem starfsgrein og endurheimta traust farþega á flugferðalögum, á sama tíma og við lærum að lifa með þessum heimsfaraldri.“ Hlutabréf í Airbus og Boeing, helsta keppinaut þeirra, hafa lækkað um 60 prósent á þessu ári. Flugfélög heims, helstu viðskiptavinir flugvélaframleiðenda, hafa þurft að draga verulega úr starfsemi sinni til þess að eygja von um að komast hjá gjaldþroti. Dæmi um slíkar aðgerðir er að finna hér á landi, en í gær sagði Icelandair upp meira en 2000 starfsmönnum sínum. Yfirmenn hjá Airbus hafa lýst því yfir að þeir voni að afhending þeirra flugvéla sem dróst vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að gefa út áætlun þess efnis þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar í heiminum er enn í fullum gangi og ríkisstjórnir heims hafa margar hverjar ekki viljað aflétta ferðatakmörkunum.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbus Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira