Innlent

Borgarstjóri vill ræða götulokanir til að tryggja tveggja metra regluna

Andri Eysteinsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur ætlar að ræða hugsanlegar götulokanir við Almannavarnir og Sóttvarnalækni.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur ætlar að ræða hugsanlegar götulokanir við Almannavarnir og Sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm

Til skoðunar er að loka fyrir bílaumferð í miðbænum til þess að tryggja það að hægt verði að fylgja tveggja metra reglunni. Borgarstjóri segist munu ræða málið við almannavarnir og sóttvarnalækni.

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svaraði í dag fyrirspurn sem honum barst í gegnum Twitter. Sneri fyrirspurnin að því hvort mögulega væri unnt að loka fyrir bílaumferð um götur miðbæjarins. 

Twitter notandinn Kristján Hrannar beindi spurningunni að þeim Degi og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanns Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

Sagði Kristján í færslu sinni að „pakkað væri af fólki niðri í bæ í dag.“ Velti hann því hugsanlegum lokunum því fyrir sér.

Dagur svaraði fyrirspurninni á þá leið að hún væri eðlileg og benti á að margar borgir hefðu lokað fyrir bílaumferð á götum að undanförnu til þess að gangandi vegfarendur gæti fylgt tveggja metra reglu sóttvarnayfirvalda.

Kvaðst Dagur þá ætla að ræða málið við Sóttvarnalækni, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra eftir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×