Mættu of seint vegna tafa á brautinni en Sigurður sýndi enga miskunn Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 14:00 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira