Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:30 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna saman með velska landsliðinu á Cardiff City Stadium í undankeppni EM 2020. Getty/Nick Potts Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira