Fótbolti

Lést vegna kórónuveirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pape Diouf var afar vinsæll á sínum tíma hjá Marseille en hann var fæddur í Senegal.
Pape Diouf var afar vinsæll á sínum tíma hjá Marseille en hann var fæddur í Senegal. vísir/getty

Pape Diouf, fyrrum forseti Marseille, er látinn en hann lést eftir baráttu við kórónuveiruna. Þetta var tilkynnt í gær en Pape lést í gær, þriðjudag.

Diouf lést á spítala í Senegal en hann hafði barist við veiruna í stuttan tíma. Hann var 86 ára gamall er hann lést en hann var forseti Marseille frá árunum 2005 til 2009.

Nokkrir knattspyrnumenn hafa sent fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur en þar á meðal eru þeir Samir Nasri og Benjamin Mendy en báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa leikið fyrir Marseille.

Nasri lék með Marseille frá 1997 til ársins 2008 áður en hann færði sig yfir til Arsenal en Mendy lék með félaginu frá 2013 til 2016 áður en hann fór til Mónakó og svo til Englandsmeistara Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×