Innlent

Róbert Spanó kjörinn forseti Mannréttindadómstólsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu 
Mannréttindadómstóll Evrópu  Vísir/EPA

Róbert Spanó var í dag kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann verður fyrsti Íslendingurinn til að gegna þessari stöðu.

Róbert hefur verið dómari við réttinn frá árinu 2013 en var kjörinn varaforseti á síðasta ári.

Róbert mun taka við embættinu þann 18. maí næstkomandi en hann mun taka við af hinum gríska Linos Alexandre Sicilianos, sem kjörinn var forseti á síðasta ári en kjörtímabil hans við dóminn rennur brátt út.

Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og tryggir að aðildarríki Evrópuráðsins virði þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum. Dómstóllinn hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×