Innlent

Jarðskjálftinn stærri en í fyrstu var talið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls.
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar

Jarðskjálftinn í Bárðarbungu í nótt reyndist vera 4,8 að stærð, en ekki 4,5 eins og í fyrstu var talið. Engin merki um gosóróa eru merkjanleg í grennd við Bárðarbungu.

Skjálftinn varð rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og átti hann upptök sín 7,2 kílómetra austnorðaustan Bárðarbungu.

 Elísabet Pálmadóttir, jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að skjálftarnir undir Bárðarbungu séu nokkuð einstakir og að þeim fylgi alltaf vinna við að endurreikna „fyrstu tölur“ ef svo má að orði komast. Engin merki séu þó um gosóróa.

Skjálftinn er einn sá stærsti undir Bárðarbungu frá því að gos hófst í Holuhrauni árið 2014 en í janúar á þessu ári varð jarðskjálfi af sömu stærð og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×