Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 13:28 Tobba Marínós hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Starfsfólki Torgs var tilkynnt um ráðninguna í dag. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. Á sama tíma var vel á annan tug starfsmanna DV sagt upp störfum en rúmur tugur heldur vinnu sinni áfram hjá Torgi sem nýlega keypti DV af Frjálsri fjölmiðlun. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að Tobba ætli að laga til í efnisvali og efnistökum. Hlé verður gert á útgáfu DV á pappírsformi meðan unnið sé að breytingum. „Við viljum að hann sé léttur og skemmtilegur miðill sem segi harðar féttir í bland en sé umfram allt með vönduð efnistök. DV hefur undanfarið verið gefið út í pappír á föstudögum og því verður haldið áfram. Þar eru mikil tækifæri, að gefa út fjölbreytt helgarblað með fréttum í bland við vandað afþreyingarefni,“ segir Tobba. Hún segir að ritstjórnarstefna DV verði nú löguð að ritstjórnarstefnu Torgs, sem felur óhjákvæmilega í sér nokkrar breytingar. „Þegar við höfum hrundið breytingunum í framkvæmd er vonin sú að fólk muni sjá breytt blað og breyttan vef með ferskum áherslum. Virðing fyrir viðmælendum er mikilvæg og við munum leggja áherslu á það,“ segir hún. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19 Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem beðið er samþykkis Samkeppniseftirlitsins. 3. mars 2020 13:30 Spurði hvort engar hæfar konur væru á ritstjórninni Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. 27. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Starfsfólki Torgs var tilkynnt um ráðninguna í dag. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. Á sama tíma var vel á annan tug starfsmanna DV sagt upp störfum en rúmur tugur heldur vinnu sinni áfram hjá Torgi sem nýlega keypti DV af Frjálsri fjölmiðlun. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að Tobba ætli að laga til í efnisvali og efnistökum. Hlé verður gert á útgáfu DV á pappírsformi meðan unnið sé að breytingum. „Við viljum að hann sé léttur og skemmtilegur miðill sem segi harðar féttir í bland en sé umfram allt með vönduð efnistök. DV hefur undanfarið verið gefið út í pappír á föstudögum og því verður haldið áfram. Þar eru mikil tækifæri, að gefa út fjölbreytt helgarblað með fréttum í bland við vandað afþreyingarefni,“ segir Tobba. Hún segir að ritstjórnarstefna DV verði nú löguð að ritstjórnarstefnu Torgs, sem felur óhjákvæmilega í sér nokkrar breytingar. „Þegar við höfum hrundið breytingunum í framkvæmd er vonin sú að fólk muni sjá breytt blað og breyttan vef með ferskum áherslum. Virðing fyrir viðmælendum er mikilvæg og við munum leggja áherslu á það,“ segir hún.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19 Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem beðið er samþykkis Samkeppniseftirlitsins. 3. mars 2020 13:30 Spurði hvort engar hæfar konur væru á ritstjórninni Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. 27. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24
Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19
Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem beðið er samþykkis Samkeppniseftirlitsins. 3. mars 2020 13:30
Spurði hvort engar hæfar konur væru á ritstjórninni Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. 27. febrúar 2020 11:00